Lífið

Tónlistarmenn súpa á jólaglöggi

Jakob Frímann Magnússon, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson voru á meðal gesta.
fréttablaðið/anton
Jakob Frímann Magnússon, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson voru á meðal gesta. fréttablaðið/anton
Útón hélt árlegt jólaglögg sitt á Café Rosenberg fyrir skömmu. Þar söfnuðust saman félög tónlistarmanna og útgefenda og báru saman bækur sínar. Helstu hagsmunafélög tónlistarmanna og útgefenda kynntu starfsemi sína á markaðstorgi og tónlistarmaðurinn Svavar Knútur sá um að koma gestum í jólaskap. Í boði var Rosenberg-glögg og piparkökur sem runnu ljúft ofan í gestina.
þrjú í jólaglöggi Guðrún Dóra, Halli Valli og Harpa Hrund mættu í jólaglöggið.
ólafur og sverrir Ólafur Haraldsson og Sverrir Stormsker litu inn.


margrét og kristín Margrét Sigrún Sigurðardóttir og Kristín Marta Hákonardóttir fengu sér jólaglögg.
í stuði Loftur S. Loftsson og Svavar Knútur voru í góðu stuði.
anna og sigtryggur Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útón og trommarinn Sigtryggur Baldursson báru saman bækur sínar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.