Putti á mús og pönk í hjarta 3. desember 2009 04:00 Sara og Styrmir í Belafonte kanna skrýtna hljóðheima á nýrri plötu. Belafonte nefnist plata með samnefndum dúett Styrmis Sigurðssonar og Söru Marti Guðmundsdóttur. Sara söng með hljómsveitinni LHOOQ áður en hún sneri sér að leiklistinni, en Styrmir spilaði með í Pax Vobis og Grafík á 9. áratugnum áður en hann sneri sér að kvikmyndagerð. Á Belafonte plötunni mætast gamlir og nýir straumar með nokkuð nýstárlegri niðurstöðu. „Þetta byrjaði nú bara þannig að ég stóð úti á svölum á gamlárskvöld fyrir mörgum árum og ákvað að mig langaði til að gera þessa plötu,“ segir Styrmir. „Ég hafði einhverja hugmynd um hvert þetta ætti að stefna og langaði að vinna með söngkonu, án þess þó að vita hvaða söngkonu. Ríkislistamaðurinn Ragnar Kjartansson benti mér á Söru. Ég talaði við hana og leyfði henni að heyra efni sem ég hafði verið að grúska í og henni leist vel á það. Hún sagðist að vísu vera á leið í leiklistarnám og því í framkomubanni, en það reyndist ekki skipta neinu máli. Nú er hún í mastersnámi í London loksins þegar platan kemur út.“ Skrýtnir hljóðheimarBelafonte platan hefur tekið langan tíma í vinnslu. „Maður er búinn að vera að rölta með þetta á hörðum diskum milli húsa árum saman svo það er léttir að platan sé að koma út,“ segir Styrmir. „Ég er vissulega búinn að vera mikið einn með músina að dingla mér, svo það var gaman þegar einhver kom í heimsókn. Menn eins og Sigtryggur Baldursson og Helgi Svavar. Þá lifnaði yfir þessu. Ég hafði verið upptekinn af elektrónískum hljóðheimum en mig langaði til að máta þá við hefðbundnari lagasmíðar. Að koma með eldri og angurværari harmóníur inn í einhverja skrítna hljóðheima. Ferlið allt var mjög tilraunakennt. Svona, „hvernig myndi það hljóma ef öllum bassatrommuslögum í þessu lagi væri nú skipt út fyrir þennan fína vængjaþyt í hrafni sem er búið að lækka niður um áttund?“. Það tók kannski þrjá daga og þá sagði maður: Nei, þetta er alveg glatað, ég ætla að gera eitthvað annað. Það er nú kannski þess vegna sem mig langar að þróa nýtt efni með öðru fólki frekar en mús. Þannig hafa hlutirnir tilhneigingu til að gerast aðeins hraðar.“ Styrmi vefst tunga um tönn þegar hann þarf að lýsa músíkinni. „Þetta er elektróník, og líka popp, harmoníurnar kannski svolítið djassskotnar. Samt er maður alltaf pönkari í hjartanu. Maður vill að það sé eitthvað óvænt og allt vaðandi í litríkum sköpunarkrafti. Því vildi ég helst ná fram. Að það væri fullt af hugmyndum í þessu og stuð.“ Hópæði í ÁrseliÞrátt fyrir að hafa verið lengi viðloðandi músik er Belafonte fyrsta platan sem Styrmir getur kallað sína eigin. Hann sneri sér snemma að kvikmyndagerð og vinnur við hana, þótt hann hafi nú gefið út Belafonte plötuna og sé að auki í píanónámi. „Ég var í hljómsveitarbrölti þegar ég var unglingur,“ segir hann. „Ég hafði líka mikinn áhuga á kvikmyndum og þetta togaðist á í mér. Ég kynntist aðeins lífi atvinnutónlistarmannsins á Íslandi og fannst það bara svo óáhugavert. Manns beið einhver lágdeyða, ímyndaði ég mér, að spila á stórsýningum á Hótel Íslandi og svona. Mér fannst það ekki spennandi. Ég var eitthvað smeykur um að mér myndi reynast erfitt að viðhalda ástríðunni í tónlistinni. Það hafa reyndar fjölmargir síðan náð að sameina þetta tvennt á fallegan hátt. Kvikmyndagerðin var samt líka tækifæri til að gera bæði. Oftar en ekki vil ég hugsa kvikmynd sem einhvers konar tónlist og öfugt.“ Styrmir var viðloðandi hljómsveitir á 9. áratugnum. „Ég var voða mikið fenginn með. Spilaði sem svona session-gæi með Pax Vobis og seinna með Grafík. Ég var miklu yngri en þeir. Þeir í Grafík voru í kringum þrítugt en ég þá 17 ára. Þá upplifði ég eitt lítið poppstjörnumóment sem mér þykir vænt um. Ég var að spila með Grafík í Árseli í Árbæ og það varð hópæði hjá krökkunum í minn garð. Líklega af því að ég var yngri en hinir í bandinu. Ég þurfti að bíða þetta af mér inni á skrifstofu. Þegar þessu pínlega glamúr mómenti svo lauk gat ég loksins tekið strætó heim til mömmu. Mér fannst þetta eitthvað svo skemmtilegt og lýsandi að fá að vera poppstjarna í augnablik og svo út að skrapa fyrir farinu til að komast heim til mömmu.“ drgunni@frettabladid.is Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Sjá meira
Belafonte nefnist plata með samnefndum dúett Styrmis Sigurðssonar og Söru Marti Guðmundsdóttur. Sara söng með hljómsveitinni LHOOQ áður en hún sneri sér að leiklistinni, en Styrmir spilaði með í Pax Vobis og Grafík á 9. áratugnum áður en hann sneri sér að kvikmyndagerð. Á Belafonte plötunni mætast gamlir og nýir straumar með nokkuð nýstárlegri niðurstöðu. „Þetta byrjaði nú bara þannig að ég stóð úti á svölum á gamlárskvöld fyrir mörgum árum og ákvað að mig langaði til að gera þessa plötu,“ segir Styrmir. „Ég hafði einhverja hugmynd um hvert þetta ætti að stefna og langaði að vinna með söngkonu, án þess þó að vita hvaða söngkonu. Ríkislistamaðurinn Ragnar Kjartansson benti mér á Söru. Ég talaði við hana og leyfði henni að heyra efni sem ég hafði verið að grúska í og henni leist vel á það. Hún sagðist að vísu vera á leið í leiklistarnám og því í framkomubanni, en það reyndist ekki skipta neinu máli. Nú er hún í mastersnámi í London loksins þegar platan kemur út.“ Skrýtnir hljóðheimarBelafonte platan hefur tekið langan tíma í vinnslu. „Maður er búinn að vera að rölta með þetta á hörðum diskum milli húsa árum saman svo það er léttir að platan sé að koma út,“ segir Styrmir. „Ég er vissulega búinn að vera mikið einn með músina að dingla mér, svo það var gaman þegar einhver kom í heimsókn. Menn eins og Sigtryggur Baldursson og Helgi Svavar. Þá lifnaði yfir þessu. Ég hafði verið upptekinn af elektrónískum hljóðheimum en mig langaði til að máta þá við hefðbundnari lagasmíðar. Að koma með eldri og angurværari harmóníur inn í einhverja skrítna hljóðheima. Ferlið allt var mjög tilraunakennt. Svona, „hvernig myndi það hljóma ef öllum bassatrommuslögum í þessu lagi væri nú skipt út fyrir þennan fína vængjaþyt í hrafni sem er búið að lækka niður um áttund?“. Það tók kannski þrjá daga og þá sagði maður: Nei, þetta er alveg glatað, ég ætla að gera eitthvað annað. Það er nú kannski þess vegna sem mig langar að þróa nýtt efni með öðru fólki frekar en mús. Þannig hafa hlutirnir tilhneigingu til að gerast aðeins hraðar.“ Styrmi vefst tunga um tönn þegar hann þarf að lýsa músíkinni. „Þetta er elektróník, og líka popp, harmoníurnar kannski svolítið djassskotnar. Samt er maður alltaf pönkari í hjartanu. Maður vill að það sé eitthvað óvænt og allt vaðandi í litríkum sköpunarkrafti. Því vildi ég helst ná fram. Að það væri fullt af hugmyndum í þessu og stuð.“ Hópæði í ÁrseliÞrátt fyrir að hafa verið lengi viðloðandi músik er Belafonte fyrsta platan sem Styrmir getur kallað sína eigin. Hann sneri sér snemma að kvikmyndagerð og vinnur við hana, þótt hann hafi nú gefið út Belafonte plötuna og sé að auki í píanónámi. „Ég var í hljómsveitarbrölti þegar ég var unglingur,“ segir hann. „Ég hafði líka mikinn áhuga á kvikmyndum og þetta togaðist á í mér. Ég kynntist aðeins lífi atvinnutónlistarmannsins á Íslandi og fannst það bara svo óáhugavert. Manns beið einhver lágdeyða, ímyndaði ég mér, að spila á stórsýningum á Hótel Íslandi og svona. Mér fannst það ekki spennandi. Ég var eitthvað smeykur um að mér myndi reynast erfitt að viðhalda ástríðunni í tónlistinni. Það hafa reyndar fjölmargir síðan náð að sameina þetta tvennt á fallegan hátt. Kvikmyndagerðin var samt líka tækifæri til að gera bæði. Oftar en ekki vil ég hugsa kvikmynd sem einhvers konar tónlist og öfugt.“ Styrmir var viðloðandi hljómsveitir á 9. áratugnum. „Ég var voða mikið fenginn með. Spilaði sem svona session-gæi með Pax Vobis og seinna með Grafík. Ég var miklu yngri en þeir. Þeir í Grafík voru í kringum þrítugt en ég þá 17 ára. Þá upplifði ég eitt lítið poppstjörnumóment sem mér þykir vænt um. Ég var að spila með Grafík í Árseli í Árbæ og það varð hópæði hjá krökkunum í minn garð. Líklega af því að ég var yngri en hinir í bandinu. Ég þurfti að bíða þetta af mér inni á skrifstofu. Þegar þessu pínlega glamúr mómenti svo lauk gat ég loksins tekið strætó heim til mömmu. Mér fannst þetta eitthvað svo skemmtilegt og lýsandi að fá að vera poppstjarna í augnablik og svo út að skrapa fyrir farinu til að komast heim til mömmu.“ drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Sjá meira