Andri fær peninga í verðlaun 3. desember 2009 06:00 Andri Snær Magnason rithöfundur. mynd frettabladid Tilkynnt var á fullveldisdaginn að Andri Snær Magnason væri þess heiðurs aðnjótandi að fá Kairos-verðlaunin þýsku sem stofnun Alfreds Toepfer í Hamborg veitir listamönnum sem hafa mótandi áhrif á samtíð sína. Verðlaunin verða afhent 28. febrúar 2010 og nemur verðlaunaféð 75.000 evrum. Alfred Toepfer-stofnunin hefur starfað frá 1931 og er staðsett í heimaborg Alfreðs, Hamborg, þar sem hann rak verslun og átti jarðir. Hún stendur fyrir margháttuðu starfi og eru Kairos-verðlaunin aðeins hluti af umfangsmiklu menningarstarfi sem stofnunin annast. Þessi verðlaun eru ætluð listamönnum á sviði myndlistar, tónlistar, arkitektúrs, kvikmyndunar, ljósmyndunar, bókmennta og fjölmiðlunar. Verðlaunin eru nefnd eftir gríska guðinum Kairos sem var guð hinnar „réttu stundar“ og eru hugsuð sem hvatningarverðlaun. Alfred Toepfer-stofnunin hefur um langt skeið veitt verðlaun á sviði menningar og lista, og er fólk eins og Harold Pinter, Pina Bauschs, Imre Kertész og Ólafur Elíasson meðal þeirra sem þau hafa hlotið. Dómnefndin, sem í sitja þekktir áhrifamenn á sviði menningarmiðlunar á þýska málsvæðinu, byggði val sitt meðal annars á því að höfundi hafi tekist að snúa við friðsælu sambandi skálda við náttúruna, í stað hyllingar hvetji hann til virkni. Í áliti hennar segir: Andri Snær „telur ekki að ljóðlist og barátta í þágu móður jarðar, fagurfræðileg skynjun og friðsamleg mótmæli útiloki hvert annað, heldur styðji þau hvert annað“. Enn fremur að bók hans Draumalandið, sem kom út árið 2006, þar sem hann fjallar um áhrif stóriðju á íslenska náttúru hafi átt sinn þátt í valinu. Í fréttatilkynningu Alfred Toepfer-stofnunarinnar segir: „Með húmor og sannfæringarkrafti ljær hann óhugmyndafræðilegri en kraftmikilli grasrótarhreyfingu á Íslandi rödd sína og sköpunarhæfileika.“ Ekki er ljóst hvaða aðgang dómnefndin hefur haft að verkum Andra þó þau hafi farið víða. Fyrr í vikunni voru tvær bóka Andra valdar vinsælastar í tengslum við tilnefningar Íslensku bókmenntaverðlaunanna og stóð valið milli verka sem tilnefnd höfðu verið frá upphafi. Þá er Andri nýsnúinn heim frá kvikmyndahátíðinni í Amsterdam þar sem Draumalandið var sýnt en myndin er nú komin í alþjóðlega dreifingu. Andri vinnur nú ásamt Þorleifi Arnarssyni að frágangi texta fyrir leiksýninguna Eilíf óhamingja sem flutt verður í Borgarleikhúsinu á komandi ári. pbb@frettabladid.is Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Tilkynnt var á fullveldisdaginn að Andri Snær Magnason væri þess heiðurs aðnjótandi að fá Kairos-verðlaunin þýsku sem stofnun Alfreds Toepfer í Hamborg veitir listamönnum sem hafa mótandi áhrif á samtíð sína. Verðlaunin verða afhent 28. febrúar 2010 og nemur verðlaunaféð 75.000 evrum. Alfred Toepfer-stofnunin hefur starfað frá 1931 og er staðsett í heimaborg Alfreðs, Hamborg, þar sem hann rak verslun og átti jarðir. Hún stendur fyrir margháttuðu starfi og eru Kairos-verðlaunin aðeins hluti af umfangsmiklu menningarstarfi sem stofnunin annast. Þessi verðlaun eru ætluð listamönnum á sviði myndlistar, tónlistar, arkitektúrs, kvikmyndunar, ljósmyndunar, bókmennta og fjölmiðlunar. Verðlaunin eru nefnd eftir gríska guðinum Kairos sem var guð hinnar „réttu stundar“ og eru hugsuð sem hvatningarverðlaun. Alfred Toepfer-stofnunin hefur um langt skeið veitt verðlaun á sviði menningar og lista, og er fólk eins og Harold Pinter, Pina Bauschs, Imre Kertész og Ólafur Elíasson meðal þeirra sem þau hafa hlotið. Dómnefndin, sem í sitja þekktir áhrifamenn á sviði menningarmiðlunar á þýska málsvæðinu, byggði val sitt meðal annars á því að höfundi hafi tekist að snúa við friðsælu sambandi skálda við náttúruna, í stað hyllingar hvetji hann til virkni. Í áliti hennar segir: Andri Snær „telur ekki að ljóðlist og barátta í þágu móður jarðar, fagurfræðileg skynjun og friðsamleg mótmæli útiloki hvert annað, heldur styðji þau hvert annað“. Enn fremur að bók hans Draumalandið, sem kom út árið 2006, þar sem hann fjallar um áhrif stóriðju á íslenska náttúru hafi átt sinn þátt í valinu. Í fréttatilkynningu Alfred Toepfer-stofnunarinnar segir: „Með húmor og sannfæringarkrafti ljær hann óhugmyndafræðilegri en kraftmikilli grasrótarhreyfingu á Íslandi rödd sína og sköpunarhæfileika.“ Ekki er ljóst hvaða aðgang dómnefndin hefur haft að verkum Andra þó þau hafi farið víða. Fyrr í vikunni voru tvær bóka Andra valdar vinsælastar í tengslum við tilnefningar Íslensku bókmenntaverðlaunanna og stóð valið milli verka sem tilnefnd höfðu verið frá upphafi. Þá er Andri nýsnúinn heim frá kvikmyndahátíðinni í Amsterdam þar sem Draumalandið var sýnt en myndin er nú komin í alþjóðlega dreifingu. Andri vinnur nú ásamt Þorleifi Arnarssyni að frágangi texta fyrir leiksýninguna Eilíf óhamingja sem flutt verður í Borgarleikhúsinu á komandi ári. pbb@frettabladid.is
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira