Innlent

Segir Guðlaug Þór brjóta lög

Jón Bjarnason þingmaður Vg.
Jón Bjarnason þingmaður Vg.

Jón Bjarnason þingmaður Vinstri-grænna segir Guðlaug Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra brjóta lög og sýna starfsfólki heilbrigðisstofnana, sveitastjórnarfólki og íbúum heilla héraða dæmafáa lítilsvirðingu með fyrirvaralausum og einhliða breytingum á skipulagi heilbrigðismála. Hann vill að Guðlaugur Þór víki sem ráðherra.

Þetta kemur fram í pistli sem Jón skrifar á heimasíðu sína. Hann segir boðaðan niðurskurð ráðherra setja heilsugæslu og þjónustu sjúkrahúsa í uppnám um allt land.

„Samkvæmt lögum ber ráðherra að hafa náið samráð fyrirfram við alla hlutaðeigandi áður en slíkar breytingar eru ákveðnar," skrifar Jón á heimasíðu sína.

„Hvorki heyrist hósti né stuna frá þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna, ekki einu sinni Samfylkingunni þótt einkavæðingarráðherra Sjálfstæðisflokksins, blóðugur upp að öxlum í niðurskurði, splundri skipan heilbrigðismála í landinu. Ég tek undir með þeim fjölmörgu sem krefjast þess að Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra verði látinn víkja þegar í stað."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×