Innlent

Viðbrögð íslenskra stjórnvalda við ástandinu á Gaza

Simon Perez forseti Ísrael og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra.
Simon Perez forseti Ísrael og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra.

Viðbrögð íslenskra stjórnvalda við ástandinu á Gaza hafa verið gagnrýnd nokkuð undanfarið og söfnuðust nokkrir mótmælendur saman fyrir utan stjórnarráðið í morgun og létu í sér heyra. Var málningu meðal annars skvett á bygginguna.

Í ljósi umræðu um viðbrögð íslenskra stjórnvalda við ástandinu hefur utanríkisráðuneytið tekið saman yfirlit yfir utanríkisstefnu Íslands er varðar ástandið og friðarferlið í löndunum fyrir botni í Miðjarðarhafs.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar er einnig viðhengi með stuttu yfirliti yfir það sem gert hefur verið síðan í maí árið 2007 er varðar þessi mál. Þar er einnig að finna samantekt um viðbrögð íslenskra stjórnvalda við aðgerðum Ísraela á Gaza og ástandinu þar síðustu þrjár vikurnar eða svo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×