Innlent

Tónleikum verður fækkað

Þröstur Ólafsson.
Þröstur Ólafsson.

„Við ætlum ekki að grípa til uppsagna nema í allra, allra ýtrustu þörf og vonum að til þess þurfi ekki að koma," segir Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Hljómsveitin hefur ekki farið varhluta af efnahagskreppunni og hefur misst tvo helstu styrktaraðila sína, Stoðir og Landsbankann. Landsbankinn var búinn að borga styrkinn í haust þegar hrunið varð en ekki Stoðir.

Þröstur segir að um háar upphæðir sé að ræða og á von á verulegum niðurskurði sem birtist meðal annars í færri tónleikum. Þá býst hann við að enn erfiðara verði að afla styrkja nú en áður. „Horfurnar eru núll," segir hann. - ghs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×