Innlent

Verka fisk við Malavívatn

Nýja fiskverkunaraðstaðan í Madzede.
Nýja fiskverkunaraðstaðan í Madzede. Mynd/Stefán Kristmannsson

Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur sett upp fiskverkunaraðstöðu í þorpinu Madzedze við Malavívatn. Aðstaðan gæti hugsanlega orðið fyrirmynd fleiri slíkra umhverfis Malavívatn. „Framtíðin verður að dæma um hvort vel hafi til tekist og hvort þetta verði fiskimannafjölskyldum til framdráttar með aukinni fæðuöflun,“ er haft eftir Stefáni Kristmannssyni, verkefnastjóra fiskimála hjá ÞSSÍ í Malaví, í tilkynningu.

Verkefnið er hluti af samstarfsverkefni ÞSSÍ við malavísk yfirvöld og fiskimenn við Malavívatn um tækniþróun smábáta.- hhs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×