Ríkisfyrirtæki bíða úrskurðar kjararáðs 12. janúar 2009 04:00 Stjórnarmenn í fyrirtækjum í eigu ríkisins ætla að taka afstöðu til tilmæla ríkisstjórnarinnar um að endurskoða laun helstu stjórnenda á næstunni. Flugstoðir ætla að taka málið fyrir og ræða svo við eigandann hafi formlegt erindi ekki borist. Stjórn Landsvirkjunar ætlar líka að fjalla um málið um miðjan janúar. Fréttablaðið/anton Stjórnir fyrirtækja í eigu ríkisins fara yfir tilmæli ríkisstjórnarinnar um að lækka laun helstu stjórnenda á næstunni. Talið er að niðurstaða kjararáðs varðandi launalækkun æðstu embættismanna og stórra hópa í þjónustu ríkisins geti lagt línuna fyrir ríkisfyrirtæki og er því beðið eftir niðurstöðu kjararáðs. Undirbúningur kjararáðs hefst á næstunni og má búast við að niðurstaða liggi fyrir síðar í janúar. Tilmæli stjórnvalda verða tekin fyrir í stjórn Landsvirkjunar um miðjan janúar. Ingimundur Sigurpálsson, formaður stjórnar Landsvirkjunar, segir að niðurstaðan geti farið eftir því hvernig úr spilast hjá kjaradómi. Hann vill sjá hvernig það fer. Einnig geti skipt máli við ákvarðanatökuna hvernig launaþróunin hafi verið og hvort viðkomandi hafi nýlega notið launahækkunar eða ekki. Annað sé að taka nýlega hækkun af mönnum en að lækka laun manna sem ekki hafi fengið hækkun lengi. Ólafur Sveinsson, stjórnarformaður Flugstoða, segir að Flugstoðum hafi ekki borist formlegt erindi frá ríkisstjórn eða kjaranefnd. Stjórnin taki málið fljótlega fyrir og í kjölfarið ræði hann við eigandann hafi ekki formlegt erindi borist. Stjórn Keflavíkurflugvallar ohf. hefur samþykkt lækkun stjórnarlauna um tíu prósent en óráðið er um frekari aðgerðir. Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, telur að Fríhöfnin fylgi sennilega ákvörðun móðurfélagsins. Bankaráð Seðlabankans lækkar laun bankastjóra um fimmtán prósent frá áramótum og út næsta ár. Laun bankastjóra verða tæplega 1,2 milljónir og formanns bankastjórnar tæplega 1,3 milljónir. Stjórnmálamenn allra flokka nema Frjálslynda flokksins virðast fylgjandi launalækkun. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, telur réttara að hækka skatta. „Vitlaus aðferð,“ segir hann. Betra hefði verið að setja hátekjuskatt, þrepaskipt skattkerfi með meiri skattlagningu á tekjur yfir ákveðinni upphæð, og komast þannig hjá deilum sem nú séu fyrirsjáanlegar við ýmsar stéttir. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, er fylgjandi því að lækka hæstu launin en hækka lægstu launin. „Við stöndum frammi fyrir alvöruvanda sem við þurfum að taka á í sameiningu,“ segir hann. ghs@frettabladid.is ingimundur sigurpálsson Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Stjórnir fyrirtækja í eigu ríkisins fara yfir tilmæli ríkisstjórnarinnar um að lækka laun helstu stjórnenda á næstunni. Talið er að niðurstaða kjararáðs varðandi launalækkun æðstu embættismanna og stórra hópa í þjónustu ríkisins geti lagt línuna fyrir ríkisfyrirtæki og er því beðið eftir niðurstöðu kjararáðs. Undirbúningur kjararáðs hefst á næstunni og má búast við að niðurstaða liggi fyrir síðar í janúar. Tilmæli stjórnvalda verða tekin fyrir í stjórn Landsvirkjunar um miðjan janúar. Ingimundur Sigurpálsson, formaður stjórnar Landsvirkjunar, segir að niðurstaðan geti farið eftir því hvernig úr spilast hjá kjaradómi. Hann vill sjá hvernig það fer. Einnig geti skipt máli við ákvarðanatökuna hvernig launaþróunin hafi verið og hvort viðkomandi hafi nýlega notið launahækkunar eða ekki. Annað sé að taka nýlega hækkun af mönnum en að lækka laun manna sem ekki hafi fengið hækkun lengi. Ólafur Sveinsson, stjórnarformaður Flugstoða, segir að Flugstoðum hafi ekki borist formlegt erindi frá ríkisstjórn eða kjaranefnd. Stjórnin taki málið fljótlega fyrir og í kjölfarið ræði hann við eigandann hafi ekki formlegt erindi borist. Stjórn Keflavíkurflugvallar ohf. hefur samþykkt lækkun stjórnarlauna um tíu prósent en óráðið er um frekari aðgerðir. Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, telur að Fríhöfnin fylgi sennilega ákvörðun móðurfélagsins. Bankaráð Seðlabankans lækkar laun bankastjóra um fimmtán prósent frá áramótum og út næsta ár. Laun bankastjóra verða tæplega 1,2 milljónir og formanns bankastjórnar tæplega 1,3 milljónir. Stjórnmálamenn allra flokka nema Frjálslynda flokksins virðast fylgjandi launalækkun. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, telur réttara að hækka skatta. „Vitlaus aðferð,“ segir hann. Betra hefði verið að setja hátekjuskatt, þrepaskipt skattkerfi með meiri skattlagningu á tekjur yfir ákveðinni upphæð, og komast þannig hjá deilum sem nú séu fyrirsjáanlegar við ýmsar stéttir. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, er fylgjandi því að lækka hæstu launin en hækka lægstu launin. „Við stöndum frammi fyrir alvöruvanda sem við þurfum að taka á í sameiningu,“ segir hann. ghs@frettabladid.is ingimundur sigurpálsson
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira