Innlent

Mikið magn af olíu lak á götuna

Talið er að um 50 til 100 lítrar af olíu hafi lekið úr strætisvagni í nótt og í morgun, þar sem hann var staðsettur á lóð Strætó við Hestháls. Slökkviliðið var kvatt á staðinn um hálfníuleytið í morgun og hófst þegar handa við að hreinsa upp olíuna ásamt mönnum frá Hreinsitækni. Hreinsunarstarfið gekk vel að sögn slökkviliðsins og tók um klukkustund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×