Innlent

Bjarni segir ekki ákveðið að hann taki við af Birni

Bjarni Benediktsson alþingismaður.
Bjarni Benediktsson alþingismaður.

Bjarni Benediktsson alþingismaður segir það ekki hafa verið ákveðið að hann taki við embætti dómsmálaráðherra, eins og Fréttablaðið fullyrti um helgina. Hann segir ekkert hafa verið ákveðið um framtíðar ráðherraskipan.

„Svona hlutir fara í ákveðinn formlegan farveg sem ekki hefur verið settur af stað og þess vegna er ekki hægt að halda því fram að það sé búið að ákveða þetta," segir Bjarni í samtali við fréttastofu.

Fréttastofa greindi frá því á föstudaginn að Björn Bjarnason hefði tilkynnt nánum samstarfsmönnum sínum að hann hygðist láta af ráðherraembætti um næstu mánaðamót.

Vísir sendi fyrirspurn á Grétu Ingþórsdóttur aðstoðarmann forsætisráðherra fyrir helgi þar sem spurt var hvort ákvörðun hefði verið tekin um eftirmann Björns. Í svari sem barst Vísi vegna fyrirspurnarinnar kemur fram að engin ákvörðun hafi verið tekin um hver taki við af Birni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×