Innlent

Ingibjörg fékk hlýjar móttökur í Stokkhólmi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, fékk hlýjar móttökur þegar hún og eigingmaður hennar, Hjörleifur Sveinbjörnsson, komu til Stokkkhólms á laugardaginn þar sem Ingibjörg gengst undir geislameðferð á Karólínska sjúkrahúsinu. Um er að ræða lokahnykk á meðferð hennar.

Fram kemur á vef Samfylkingarinnar að við komu Ingibjargar og Hjörleifs til Stokkhólms biðu þeirra góðar kveðjur Monu Sahlin, formanns sænska jafnaðarmanna, og blómvöndur frá Carl Bildt, utanríkisráðherra landsins.

Ingibjörg fékk aðsvif í pallborðsumræðum á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í lok september. Í kjölfarið var hún send í rannsókn á Mount Sinai sjúkrahúsið í New York. Þar kom í ljós að hún er með góðkynja mein í höfði. Um er að ræða lokahnykk á meðferð Ingibjargar.

,,Það var ótrúleg tilviljun í New York í september að daginn sem Ingibjörg Sólrún lagðist inn á Mount Sinai spítalann til meðferðar gengu þau hjón, hún og Hjölli, út á kaffihús á næsta götuhorni í milljónaborginni og beint í flasið á Monu og aðstoðarkonu hennar. Urðu þar að vonum miklir fagnaðarfundir og hefur Mona reglulega sent Ingibjörgu baráttukveðjur á hinum erfiðu haustvikum sem liðnar eru," segir á vef Samfylkingarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×