Innlent

Vilja gögnin um stuðning við Íraksstríðið fram í dagsljósið

Íslenska ríkisstjórnin fór á lista hinna viljugu þegar þeir studdu árásina inn í Írak árið 2003.
Íslenska ríkisstjórnin fór á lista hinna viljugu þegar þeir studdu árásina inn í Írak árið 2003.

Fjórir þingmenn vinstri grænna krefjast þess að öll gögn um ákvörðun um stuðning Íslands við innrás í Írak 2003 verði lögð á borðið. Þeir hafa lagt fram tillögu um að Alþingi ályki að fela forsætisráðherra og utanríkisráðherra að sjá til þess að birt verði öll skjöl og allar aðrar upplýsingar sem fyrir liggja frá ársbyrjun 2002 til desember 2003 sem varpa ljósi á ákvörðun þáverandi ríkisstjórnar um stuðning Íslands við innrás Bandaríkjamanna og Breta og annarra þjóða í Írak árið 2003.

Í greinargerð segir að ein umdeildasta ákvörðun íslenskra stjórnvalda í seinni tíð sé stuðningur Íslands við innrásina í Írak. Á Alþingi hafi m.a. verið deilt um lögmæti þeirrar ákvörðunar að Ísland veitti stuðning við innrásina og yrði hluti af því sem Bandaríkjastjórn kallaði „hinar viljugu þjóðir" eða „coalition of the willing".

Það eru þau Ögmundur Jónasson, Lilja Mósesdóttir, Árni Þór Sigurðsson og Þuríður Bachman sem lögðu fram tillöguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×