Tiger sagður glaumgosi 2. desember 2009 06:30 Tiger Woods er sagður glaumgosi og ekki eins saklaus og hann vill vera láta. Blettur er fallinn á nánast flekklaust líf Tiger Woods en nú er því haldið fram að þessi besti kylfingur heims sé ekki allur þar sem hann er séður. Fréttir um meint framhjáhald Tiger Woods halda áfram að birtast í fjölmiðlum vestra og nú nýverið greindi eitt tímaritið frá því að Woods sé ef til vill ekki eins fullkominn og hann vill vera láta. „Tiger Woods og fylgdarlið hans flýgur með einkaþotum á milli staða. Auk flugfreyjunnar er ávallt ein fylgdarstúlka um borð í vélinni. Woods og fylgdarlið hans gera svo stutt stopp á stöðum eins og Vegas eða Los Angeles og sletta ærlega úr klaufunum. Woods er svo sannarlega ekki eins saklaus og hann vill sýnast,“ var haft eftir heimildarmanni. Hvað „hina konuna“ varðar, þá var sú í fréttum fyrr í sumar og þá orðuð við annan kvæntan mann, leikarann David Boreanaz. Konan, Rachel Uchitel, er skemmtanastjóri í New York og er þekkt í skemmtanalífinu þar í borg. Uchitel hefur þvertekið fyrir að þekkja Woods persónulega en tímaritið The Enquirer segist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að Uchitel og Woods hafi eytt tíma saman í Ástralíu í sumar. Uchitel viðurkenndi að hafa verið í Ástralíu á sama tíma og Woods, en að hún hafi ferðast þangað með kærasta sínum. Stuttu síðar viðurkenndi hún að hafa ekki verið með kærastanum heldur verið að sinna viðskiptaerindum. „Hún var á sama hóteli og Woods og ég sá hana fara með lyftunni upp á hæðina þar sem Woods gisti,“ var haft eftir starfsmanni hótelsins. Tiger er stærsta nafnið í bandarískum íþróttaiðnaði og ímynd hans er mikils virði. Hann hefur um árabil verið launahæsti íþróttamaður heims og fyrr á þessu ári tilkynnti viðskiptablaðið Forbes að Tiger hefði náð þeim ótrúlega árangri að rjúfa milljarða dollara múrinn, fyrstur allra íþróttamanna. Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
Blettur er fallinn á nánast flekklaust líf Tiger Woods en nú er því haldið fram að þessi besti kylfingur heims sé ekki allur þar sem hann er séður. Fréttir um meint framhjáhald Tiger Woods halda áfram að birtast í fjölmiðlum vestra og nú nýverið greindi eitt tímaritið frá því að Woods sé ef til vill ekki eins fullkominn og hann vill vera láta. „Tiger Woods og fylgdarlið hans flýgur með einkaþotum á milli staða. Auk flugfreyjunnar er ávallt ein fylgdarstúlka um borð í vélinni. Woods og fylgdarlið hans gera svo stutt stopp á stöðum eins og Vegas eða Los Angeles og sletta ærlega úr klaufunum. Woods er svo sannarlega ekki eins saklaus og hann vill sýnast,“ var haft eftir heimildarmanni. Hvað „hina konuna“ varðar, þá var sú í fréttum fyrr í sumar og þá orðuð við annan kvæntan mann, leikarann David Boreanaz. Konan, Rachel Uchitel, er skemmtanastjóri í New York og er þekkt í skemmtanalífinu þar í borg. Uchitel hefur þvertekið fyrir að þekkja Woods persónulega en tímaritið The Enquirer segist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að Uchitel og Woods hafi eytt tíma saman í Ástralíu í sumar. Uchitel viðurkenndi að hafa verið í Ástralíu á sama tíma og Woods, en að hún hafi ferðast þangað með kærasta sínum. Stuttu síðar viðurkenndi hún að hafa ekki verið með kærastanum heldur verið að sinna viðskiptaerindum. „Hún var á sama hóteli og Woods og ég sá hana fara með lyftunni upp á hæðina þar sem Woods gisti,“ var haft eftir starfsmanni hótelsins. Tiger er stærsta nafnið í bandarískum íþróttaiðnaði og ímynd hans er mikils virði. Hann hefur um árabil verið launahæsti íþróttamaður heims og fyrr á þessu ári tilkynnti viðskiptablaðið Forbes að Tiger hefði náð þeim ótrúlega árangri að rjúfa milljarða dollara múrinn, fyrstur allra íþróttamanna.
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira