Lífið

Jackson 4 snúa aftur

Jackson-bræðurnir fjórir, þeir Tito, Marlon, Jermaine og Jackie, ætla í tónleikaferð um heiminn á næsta ári.Nordic Photos/Getty Images
Jackson-bræðurnir fjórir, þeir Tito, Marlon, Jermaine og Jackie, ætla í tónleikaferð um heiminn á næsta ári.Nordic Photos/Getty Images

Michael Jackson-bræðurnir fjórir, þeir Marlon, Tito, Jermaine og Jackie, tilkynntu í spjallþætti Larry King á CNN nýverið að þeir hygðust koma saman sem Jackson Four og fara í kjölfarið í tónleikaferð um heiminn á næsta ári. Slíkt tónleikahald yrði til minningar um bróður þeirra, Michael, sem lést langt fyrir aldur fram í júní á þessu ári.

„Í fjörutíu ár höfum við átt stuðning aðdáenda og við skuldum þeim frábæra tónleika,“ sagði Jackie við Larry King. „Við viljum bara fara upp á svið og skemmta okkur,“ bætti Jermaine við.

Í viðtalinu kemur jafnframt fram að þeir hafi frétt af andláti bróður síns í gegnum fjölmiðla. Einn vegfarandi vatt sér meira að segja að Jackie og sagði honum að Michael Jackson væri dáinn. Vegfarandinn vissi ekki við hvern hann var að tala. „Ég sá þetta á CNN,“ sagði Jermaine.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.