Meistari gamanleiksins 10. desember 2009 05:00 Samkvæmt Entertainment Weekly er Williams einn af 25 fyndnustu leikurum allra tíma. Hæfileikar hans eru þó ekkert síðri á dramatíska sviðinu þar sem ferill hans hefur náð hæstu hæðum. Þorvaldur Davíð Kristjánsson er einn af þeim sem hafa notið góðs af rómaðri góðmennsku leikarans en Williams styrkir íslenska leikarann til náms í Julliard-skólanum í New York. Bandaríski leikarinn Robin Williams hefur á undanförnum þremur áratugum heillað áhorfendur með einstökum leik. Honum hefur tekist það sem fáir grínistar hafa getað leikið eftir: að sameina dramatík og húmor í eina sæng. Williams leikur aðalhlutverkið í Disney-kvikmyndinni Old Dogs á móti John Travolta sem frumsýnd verður í kvikmyndahúsum borgarinnar um helgina. Williams fær nú sennilega enga Óskarstilnefningu fyrir leik sinn eða húrrahróp frá gagnrýnendum enda þykir Old Dogs ekkert sérstaklega merkilegur pappír ef marka má dóma á kvikmyndavefsíðunni imdb.com. Myndin fjallar um tvo viðskiptafélaga sem óvænt þurfa að taka að sér tvíbura með ófyrirséðum afleiðingum. Robin Williams er eiginlega Íslendingavinur. Því hann styrkir íslenska leikarann Þorvald Davíð Kristjánsson til náms í Julliard-háskólanum í New York. Þar lærði Williams fræði sín ásamt Ofurmenninu Christopher Reeve. Þeir tveir héldu ákaflega traustri og góðri vináttu allt til dauðadags Reeves. Ferill Williams hófst fyrir alvöru í sjónvarpsþáttunum Happy Days. Sagan segir að framleiðandi þáttanna, Garry Marshall, hafi beðið Williams um að setjast niður enda hafði hann verið á iði alla áheyrendaprufuna. Williams stóð á haus ofan á stólnum og Marshall réð hann á staðnum. „Hann var eina geimveran sem mætti í inntökuprófið,“ sagði Marshall seinna meir um þessa stund með Williams. Ferillinn á hvíta tjaldinu hófst með titilhlutverkinu í Stjána bláa en hann vakti fyrst athygli fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni The World According to Garp sem byggð er á samnefndri skáldsögu Johns Irving. Williams fékk þó ekki Óskarstilnefningu eins og meðleikarar hans, John Lithgow og Glenn Close, og þurfti að bíða í fimm ár eftir henni. Williams sló þá í gegn með stórkostlegri frammistöðu í Good Morning Vietnam. Túlkun hans á útvarpsmanninum Adrian Cronauer var stórfengleg og þar sýndi Williams hvers hann er megnugur, að ná því í nánast einni og sömu tökunni að fá áhorfendur til að veltast um af hlátri en um leið fyllast samúð og samkennd. Williams er nefnilega ekkert síður góður þegar hann tekur að sér dramatísk hlutverk í kvikmyndum á borð við Fisher King og Good Will Hunting en þegar hann bregður sér í hlutverk trúðsins. Einkalíf Williams hefur síður en svo verið dans á rósum, hann er tvíkvæntur og glímdi við kókaínfíkn á níunda áratug síðustu aldar. „Kókaín er leið Guðs til að segja þér að þú sért að græða of mikið af peningum,“ sagði Williams eitt sinn. Hann skráði sig í meðferð við misnotkun áfengis fyrir þremur árum og hefur haldið sér frá flöskunni síðan þá. fgg@frettabladid.is Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Bandaríski leikarinn Robin Williams hefur á undanförnum þremur áratugum heillað áhorfendur með einstökum leik. Honum hefur tekist það sem fáir grínistar hafa getað leikið eftir: að sameina dramatík og húmor í eina sæng. Williams leikur aðalhlutverkið í Disney-kvikmyndinni Old Dogs á móti John Travolta sem frumsýnd verður í kvikmyndahúsum borgarinnar um helgina. Williams fær nú sennilega enga Óskarstilnefningu fyrir leik sinn eða húrrahróp frá gagnrýnendum enda þykir Old Dogs ekkert sérstaklega merkilegur pappír ef marka má dóma á kvikmyndavefsíðunni imdb.com. Myndin fjallar um tvo viðskiptafélaga sem óvænt þurfa að taka að sér tvíbura með ófyrirséðum afleiðingum. Robin Williams er eiginlega Íslendingavinur. Því hann styrkir íslenska leikarann Þorvald Davíð Kristjánsson til náms í Julliard-háskólanum í New York. Þar lærði Williams fræði sín ásamt Ofurmenninu Christopher Reeve. Þeir tveir héldu ákaflega traustri og góðri vináttu allt til dauðadags Reeves. Ferill Williams hófst fyrir alvöru í sjónvarpsþáttunum Happy Days. Sagan segir að framleiðandi þáttanna, Garry Marshall, hafi beðið Williams um að setjast niður enda hafði hann verið á iði alla áheyrendaprufuna. Williams stóð á haus ofan á stólnum og Marshall réð hann á staðnum. „Hann var eina geimveran sem mætti í inntökuprófið,“ sagði Marshall seinna meir um þessa stund með Williams. Ferillinn á hvíta tjaldinu hófst með titilhlutverkinu í Stjána bláa en hann vakti fyrst athygli fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni The World According to Garp sem byggð er á samnefndri skáldsögu Johns Irving. Williams fékk þó ekki Óskarstilnefningu eins og meðleikarar hans, John Lithgow og Glenn Close, og þurfti að bíða í fimm ár eftir henni. Williams sló þá í gegn með stórkostlegri frammistöðu í Good Morning Vietnam. Túlkun hans á útvarpsmanninum Adrian Cronauer var stórfengleg og þar sýndi Williams hvers hann er megnugur, að ná því í nánast einni og sömu tökunni að fá áhorfendur til að veltast um af hlátri en um leið fyllast samúð og samkennd. Williams er nefnilega ekkert síður góður þegar hann tekur að sér dramatísk hlutverk í kvikmyndum á borð við Fisher King og Good Will Hunting en þegar hann bregður sér í hlutverk trúðsins. Einkalíf Williams hefur síður en svo verið dans á rósum, hann er tvíkvæntur og glímdi við kókaínfíkn á níunda áratug síðustu aldar. „Kókaín er leið Guðs til að segja þér að þú sért að græða of mikið af peningum,“ sagði Williams eitt sinn. Hann skráði sig í meðferð við misnotkun áfengis fyrir þremur árum og hefur haldið sér frá flöskunni síðan þá. fgg@frettabladid.is
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira