Innlent

Maðurinn laus úr öndunarvél

Flúðir
Slysið átti sér stað í nágrenni Flúða.
Flúðir Slysið átti sér stað í nágrenni Flúða.

Maðurinn sem slasaðist alvarlega þegar hann féll niður í húsgrunn við sumarbústað í nágrenni Flúða var fluttur af gjörgæslu og á almenna deild á Landspítala í gær, að sögn sérfræðings á spítalanum.

Skammt er liðið síðan maðurinn vaknaði og losnaði hann úr öndunarvél í fyrradag.

Hann var með fjölskyldu sinni í sumarbústað við Flúðir þegar slysið varð, aðfaranótt sunnudagsins 22. nóvember. Hann hlaut mjög alvarlega áverka þegar hann féll ofan í húsgrunninn og átta steypustyrktarjárn stungust í hann. - jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×