Lífið

Eitt ár frá andláti Rúnars

Rúnar í Geimsteini í fyrra.
Mynd/Þorfinnur Sigurgeirsson
Rúnar í Geimsteini í fyrra. Mynd/Þorfinnur Sigurgeirsson

Í dag er liðið eitt ár síðan Rúnar Júlíusson tók upp á því að yfirgefa okkur.

„Það verður svo sem ekkert gert í tilefni þess nema að taka til í stúdíóinu og bara verið á Skólaveginum með mömmu og svona,“ segir Júlíus Guðmundsson, sonur Rúnars. „Við héldum vel heppnaða uppskeruhátíð Geimsteins á Ránni á fimmtudaginn. Pabbi hafði komið upp þeirri hefð að halda þetta alltaf fyrsta fimmtudaginn í desember.“

Bræðurnir Júlíus og Baldur halda merki Geim­steins á lofti og gefa út þrjá titla í ár. Allir þrír eru tvöfaldir geisladiskapakkar: Minningartónleikarnir um Rúnar frá því 2. maí, sex ævintýraplötur Gylfa Ægissonar á tveimur diskum og safnplatan Geimsteinn 33 1/3.

Í vikunni kom út ljósmyndabókin Dagur með Rúnari í hundrað eintökum. Í bókinni eru ljósmyndir sem Þorfinnur Sigurgeirsson tók af Rúnari í ágúst í fyrra og birtist hluti þeirra í umslagi safnpakkans Söngvar um lífið.- drg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.