Innlent

Kertaljós og kröfufundur á Austurvelli

Mótmæli á Austurvelli. Mynd úr safni.
Mótmæli á Austurvelli. Mynd úr safni.

Í dag mun hópur fólks koma saman á Lækjatorgi klukkan hálf sex vegna loftlagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn. Á ráðstefnunni eru allir helstu leiðtogar heimsins í samningsviðræðum um eitt af mikilvægustu málum mannkynssögunnar. Til að sýna samstöðu og vilja fólksins til aðgerða verður kveikt á kertum á 1450 stöðum í 110 löndum eins og segir í tilkynningu frá Avaaz samtökunum.

Fyrr um daginn, eða klukkan þrjú, má finna annað andrúmsloft á Austurvelli, því þá er boðað til kröfufundar Hagsmunasamtaka heimilanna og Nýs Íslands. Þar mun rithöfundurinn Einar Már Gumundsson og varaformaður VR, Bjarki Steingrímsson, halda ræður.

Helstu kröfur samtakanna eru leiðrétting höfuðstóls lána, afnám verðtryggingar, að veð takmarkist við veðandlag og að skuldir fyrnist á fimm árum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×