Innlent

Vegagerðin: Varað við flughálku

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Varað er við því að vegna hlýinda getur myndast flughálka þar sem ekki hefur tekið upp.

Vegir eru víðast hvar auðir um sunnanvert landið þótt hálkublettir séu sumstaðar á útvegum.

Verið er að hreinsa krap af Holtavörðuheiði og norðanverðu Snæfellsnesi. Flughált er á Útnesvegi.

Enn vantar nokkuð af upplýsingum um vegi á Vestfjörðum en Klettsháls er þungfær, þæfingsfærð er á veginum um Þröskulda og krapi í Djúpinu.

Á Norðurlandi er flughált frá Sauðárkróki og inn Blönduhlíð, á Öxnadalsheiði, á kafla í austanverðum Eyjafirði og langleiðina þaðan allt austur yfir Möðrudalsöræfi.

Ekki er búið að skoða alla vegi á Austurlandi en þó er ljóst að þar er víða nokkur hálka.

Fólk er beðið hafa vara á sér gagnvart hreindýrum sem kunna að vera á vegum austanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×