Innlent

Hera fékk drátt í höfn

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Eiður dregur Heru heim á leið.
Eiður dregur Heru heim á leið. Mynd/Arnþór Gústavsson - Feykir.is
Dragnótarbáturinn Hera ÞH 60 varð fyrir því óhappi að fá nótina í skrúfuna út á Skagafirði nú fyrir stundu, að því er fram kemur á fréttavefnum Feykir.is. Eiður OF 13 frá Ólafsfirði dró bátinn að bryggju í Sauðárkrókshöfn og fengu bátarnir fylgd björgunarsveitarmanna úr Skagfirðingasveit.

Kafarar reyna nú að skera úr skrúfunni, en ekki lítur út fyrir að neinar skemmdir hafi orðið út frá óhappinu.

Frétt Feykis má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×