Nýtt farsímafyrirtæki mætir til leiks 26. nóvember 2009 11:10 Farsímafyrirtækið IMC á Íslandi undirritaði í dag samstarfssamning við Símann um aðgang að dreifikerfi Símans, sem er það stærsta á Íslandi. Í tilkynningu segir að samningurinn marki tímamót, þar sem Síminn undirritar í fyrsta sinn svo viðamikinn samning um aðgang að dreifikerfi sínu fyrir farsíma, við nýjan aðila á markaði. Nýstofnað systurfyrirtæki ICM, Alterna Tel, mun sjá um sölu og þjónustu við neytendur á Íslandi og í janúar hefst sala á farsímaþjónustu á öllu landinu undir nafninu Alterna. „IMC er hluti af WorldCell samsteypunni sem býður farsímaþjónustu í Evrópu, Afríku, Asíu og Mið-Austurlöndum," segir í tilkynningunni. „WorldCell er með höfuðstöðvar í Washinton DC í Bandaríkjunum og er móðurfélag bæði IMC og Alterna. IMC á Íslandi var stofnað árið 2000 og hefur félagið fyrst og fremst einbeitt sér að viðskiptum erlendis. IMC er með um 430 reikisamninga í öllum byggðum heimsálfum. Þeir reikisamningar byggja á leyfisveitingu til félagsins frá árinu 2000, þegar Póst og fjarskiptastofnun á Íslandi veitti IMC farsímaleyfi." Ný nálgun á íslenskum farsímamarkaði Með stofnun Alterna Tel verður breyting á áherslum IMC á Íslandi. „Nú ætlar IMC að bjóða íslenskum neytendum þjónustu sína hér á landi undir merkjum Alterna Tel. Þar er um að ræða nýja nálgun sem ekki hefur sést áður á íslenska farsímamarkaðnum. Verðskrá félagsins og tilboð verða kynnt í byrjun nýs árs en samningurinn við Símann veitir IMC og Alterna Tel aðgang að öflugasta farsímadreifikerfi landsins, frá fyrsta degi. Þetta gerir það að verkum að Alterna Tel mun koma fullskapað inn á markaðinn og getur boðið þjónustu um allt land," segir ennfremur. Ráðist í allsherjar markaðssókn Jeffrey K. Stark framkvæmdastjóri IMC á Íslandi segir fyrirtækið fagna mjög samstarfinu við Símann. „Það gerir okkur kleift að ráðast í allsherjar markaðssókn á Íslandi. Við höfum tekið ákvörðun um mikla uppbyggingu á Íslandi og að sama skapi umtalsverða fjárfestingu. Við erum að koma inn með mikla fjármuni, tækjabúnað og sérfræðiþekkingu. Andlit okkar á Íslandi verður hið nýstofnaða félag, Alterna Tel og við búumst við miklu af því fólki sem þar vinnur." Alterna Tel ætlar sér stóar hluti Róbert Bragason framkvæmdastjóri Alterna Tel á íslandi segir samninginn afar mikilvægan enda ætli Alterna Tel sér stóra hluti á Íslenska farsímamarkaðnum. „Við höfum verið að undirbúa okkur mánuðum saman og í janúar munum við koma tilbúin inn á íslenskan farsímamarkað með stærsta dreifikerfi landsins á bak við okkur. Samningurinn við Símann gerir það að verkum að okkur er kleift að taka þetta stóra skref og bjóða þjónustu á landsvísu. Yfirbygging Alterna Tel er lítil sem engin og munu viðskiptavinir okkar njóta þess. Móðurfélag IMC, WorldCell er að setja inn mikla fjármuni í upphafi í formi tækjabúnaðar og rekstrarfjármagns. Auk þess býr samsteypan yfir mikilli reynslu og sérþekkingu sem mun nýtast okkur vel. Það er mjög ánægjulegt, sérstaklega á þessum tímum að erlend fjárfesting skili sér til landsins." Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Sjá meira
Farsímafyrirtækið IMC á Íslandi undirritaði í dag samstarfssamning við Símann um aðgang að dreifikerfi Símans, sem er það stærsta á Íslandi. Í tilkynningu segir að samningurinn marki tímamót, þar sem Síminn undirritar í fyrsta sinn svo viðamikinn samning um aðgang að dreifikerfi sínu fyrir farsíma, við nýjan aðila á markaði. Nýstofnað systurfyrirtæki ICM, Alterna Tel, mun sjá um sölu og þjónustu við neytendur á Íslandi og í janúar hefst sala á farsímaþjónustu á öllu landinu undir nafninu Alterna. „IMC er hluti af WorldCell samsteypunni sem býður farsímaþjónustu í Evrópu, Afríku, Asíu og Mið-Austurlöndum," segir í tilkynningunni. „WorldCell er með höfuðstöðvar í Washinton DC í Bandaríkjunum og er móðurfélag bæði IMC og Alterna. IMC á Íslandi var stofnað árið 2000 og hefur félagið fyrst og fremst einbeitt sér að viðskiptum erlendis. IMC er með um 430 reikisamninga í öllum byggðum heimsálfum. Þeir reikisamningar byggja á leyfisveitingu til félagsins frá árinu 2000, þegar Póst og fjarskiptastofnun á Íslandi veitti IMC farsímaleyfi." Ný nálgun á íslenskum farsímamarkaði Með stofnun Alterna Tel verður breyting á áherslum IMC á Íslandi. „Nú ætlar IMC að bjóða íslenskum neytendum þjónustu sína hér á landi undir merkjum Alterna Tel. Þar er um að ræða nýja nálgun sem ekki hefur sést áður á íslenska farsímamarkaðnum. Verðskrá félagsins og tilboð verða kynnt í byrjun nýs árs en samningurinn við Símann veitir IMC og Alterna Tel aðgang að öflugasta farsímadreifikerfi landsins, frá fyrsta degi. Þetta gerir það að verkum að Alterna Tel mun koma fullskapað inn á markaðinn og getur boðið þjónustu um allt land," segir ennfremur. Ráðist í allsherjar markaðssókn Jeffrey K. Stark framkvæmdastjóri IMC á Íslandi segir fyrirtækið fagna mjög samstarfinu við Símann. „Það gerir okkur kleift að ráðast í allsherjar markaðssókn á Íslandi. Við höfum tekið ákvörðun um mikla uppbyggingu á Íslandi og að sama skapi umtalsverða fjárfestingu. Við erum að koma inn með mikla fjármuni, tækjabúnað og sérfræðiþekkingu. Andlit okkar á Íslandi verður hið nýstofnaða félag, Alterna Tel og við búumst við miklu af því fólki sem þar vinnur." Alterna Tel ætlar sér stóar hluti Róbert Bragason framkvæmdastjóri Alterna Tel á íslandi segir samninginn afar mikilvægan enda ætli Alterna Tel sér stóra hluti á Íslenska farsímamarkaðnum. „Við höfum verið að undirbúa okkur mánuðum saman og í janúar munum við koma tilbúin inn á íslenskan farsímamarkað með stærsta dreifikerfi landsins á bak við okkur. Samningurinn við Símann gerir það að verkum að okkur er kleift að taka þetta stóra skref og bjóða þjónustu á landsvísu. Yfirbygging Alterna Tel er lítil sem engin og munu viðskiptavinir okkar njóta þess. Móðurfélag IMC, WorldCell er að setja inn mikla fjármuni í upphafi í formi tækjabúnaðar og rekstrarfjármagns. Auk þess býr samsteypan yfir mikilli reynslu og sérþekkingu sem mun nýtast okkur vel. Það er mjög ánægjulegt, sérstaklega á þessum tímum að erlend fjárfesting skili sér til landsins."
Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Sjá meira