Ian Wright: Owen verður að velja á milli boltans og hestanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2009 19:00 Owen er ekki í myndinni hjá Fabio Capello sem stendur. Nordic Photos/Getty Images Ian Wright, fyrrum leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, segir að honum sárni við að sjá feril Michael Owen dala eins og hann hefur gert undanfarin ár. Owen hefur lítið spilað með Newcastle að undanförnu en hann hefur ítrekað átt við meiðsli að stríða. Enska landsliðið á í miklum vandræðum með sóknarmenn eftir að þeir Emile Heskey og Carlton Cole meiddust um helgina. Jafnvel þótt að Peter Crouch væri tæpur ákvað Fabio Capello landsliðsþjálfari að kalla aðeins á einn sóknarmann til viðbótar - Darren Bent hjá Tottenham. Michael Owen vantar aðeins níu mörk upp á að jafna markamet Bobby Charlton sem skoraði 49 mörk með enska landsliðinu á sínum tíma. En Owen virðist einfaldlega ekki í myndinni hjá Capello. „Hann hefur nægan tíma eftir að knattspyrnuferlinum lýkur til að hugsa um hestana sína," sagði Wright í samtali við götublaðið The Sun í dag. „En eins og málin standa nú efast ég um að hann geti ógnað meti Charlton því ferillinn hans er á niðurleið. Ég skil Capello vel enda er Owen hvorki í góðu leikformi né góðu líkamlegu formi. Hann á meira að segja erfitt með að komast í byrjunarlið Newcastle og líkist engan veginn þeim Owen sem við þekktum áður." „Ég hef verið mikill aðdáandi Michael Owen í gegnum tíðina en í dag er ég hans harðasti gagnrýnandi." „Hann ætti að einbeita sér að knattspyrnunni fyrst og fremst. Við þurfum á Owen að halda fyrir HM í Suður-Afríku á næsta ári. Hann þarf að taka sér David Beckham til fyrirmyndar. Beckham fór til Bandaríkjanna og áttaði sig á því að hann gerði risastór mistök. Því fór hann til AC Milan og vann sér aftur sæti í enska landsliðinu. Það er hægt að segja ýmislegt um Beckham en enginn getur neitað því að hann elskar að spila fyrir hönd þjóðar sinnar." Samningur Owen við Newcastle rennur út í sumar og segir Wright að hann verði að finna sér nýja áskorun. „Hann verður að taka sig taki, koma sér í stand og finna sitt gamla form. Aðeins þá má hann eiga von á því að kallið komi loksins." Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira
Ian Wright, fyrrum leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, segir að honum sárni við að sjá feril Michael Owen dala eins og hann hefur gert undanfarin ár. Owen hefur lítið spilað með Newcastle að undanförnu en hann hefur ítrekað átt við meiðsli að stríða. Enska landsliðið á í miklum vandræðum með sóknarmenn eftir að þeir Emile Heskey og Carlton Cole meiddust um helgina. Jafnvel þótt að Peter Crouch væri tæpur ákvað Fabio Capello landsliðsþjálfari að kalla aðeins á einn sóknarmann til viðbótar - Darren Bent hjá Tottenham. Michael Owen vantar aðeins níu mörk upp á að jafna markamet Bobby Charlton sem skoraði 49 mörk með enska landsliðinu á sínum tíma. En Owen virðist einfaldlega ekki í myndinni hjá Capello. „Hann hefur nægan tíma eftir að knattspyrnuferlinum lýkur til að hugsa um hestana sína," sagði Wright í samtali við götublaðið The Sun í dag. „En eins og málin standa nú efast ég um að hann geti ógnað meti Charlton því ferillinn hans er á niðurleið. Ég skil Capello vel enda er Owen hvorki í góðu leikformi né góðu líkamlegu formi. Hann á meira að segja erfitt með að komast í byrjunarlið Newcastle og líkist engan veginn þeim Owen sem við þekktum áður." „Ég hef verið mikill aðdáandi Michael Owen í gegnum tíðina en í dag er ég hans harðasti gagnrýnandi." „Hann ætti að einbeita sér að knattspyrnunni fyrst og fremst. Við þurfum á Owen að halda fyrir HM í Suður-Afríku á næsta ári. Hann þarf að taka sér David Beckham til fyrirmyndar. Beckham fór til Bandaríkjanna og áttaði sig á því að hann gerði risastór mistök. Því fór hann til AC Milan og vann sér aftur sæti í enska landsliðinu. Það er hægt að segja ýmislegt um Beckham en enginn getur neitað því að hann elskar að spila fyrir hönd þjóðar sinnar." Samningur Owen við Newcastle rennur út í sumar og segir Wright að hann verði að finna sér nýja áskorun. „Hann verður að taka sig taki, koma sér í stand og finna sitt gamla form. Aðeins þá má hann eiga von á því að kallið komi loksins."
Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira