Lífið

Noel til liðs við Kasabian

Nýtt band Noel spilar með Kasabian.
Nýtt band Noel spilar með Kasabian.

Noel Gallagher virðist leiðast lífið eftir að hann yfirgaf Oasis fyrir skemmstu. Hann hefur nú ákveðið að ganga til liðs við hljómsveitina Kasabian á tónleikaferðalagi um Bretland. Noel er þó ekki formlega genginn í hljómsveitina, hann ætlar einungis að spila með vinum sínum á nokkrum tónleikum. „Hann er tónleikamaskína og elskar að koma fram, svo hann mun stökkva á hvert tækifæri til að vera með okkur,“ segir Tom Meighan, söngvari Kasabian.

Söngvarinn segir ekki útilokað að Kasabian-menn reyni að plata Noel með sér inn í stúdíó en þeir viti vel að hann ætli sér að gera sólóplötu. Því sé ekkert öruggt í þeim efnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.