Innlent

Tenging á milli lána frá NIB til Íslands og afgreiðslu Icesave

Sigríður Mogensen skrifar
„Það virðist tvímælalaust vera tenging á milli lána frá Norræna fjárfestingabankanum til Íslands og afgreiðslu Icesave," þetta segir Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra. Hann segir það ekki vinabragð hjá Norðurlandaþjóðunum að beita sér með þessum hætti.

Eins og sjá má á vefsíðu Norræna fjárfestingabankans hafa engin lán borist frá bankanum til Íslands síðan í október árið 2007.

Í samtali við fréttastofu staðfestir stjórnarformaður í Norræna fjárfestingabankanum að hann væri hættur að lána íslenskum fyrirtækjum - hann teldi of mikla áhættu felast í því í að lána til Íslands.

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, segir að það virðist tvímælalaust vera tenging á milli lána frá Norræna Fjárfestingabankanum til Íslands og afgreiðslu Icesave.




Tengdar fréttir

Hættur að lána íslenskum fyrirtækjum

Helmingur taps Norræna fjárfestingabankans (NIB) á síðasta ári er vegna lána til íslenskra fyrirtækja og annarra fjármálagerninga þeim tengdum. Bankinn er hættur að lána íslenskum fyrirtækjum. Þetta kemur fram í kvöldfréttum RÚV.

NIB afskrifaði 20% af lánum sínum til Íslands

Norræni fjárfestingabankinn (NIB) tapaði 280 milljónum evra á árinu 2008. Þar af tapaði hann samtals 140 milljónum evra á lánum til íslenskra fyrirtækja vegna fyrirtækjalána og annarra fjármálagerninga, en ekki um 70 milljónum evra eins og kom fram á Vísi og í fréttum RÚV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×