Lífið

Pálmi með Blúsboltum uppá Skaga

Pálmi Gunnarsson verður í stað Rúna Júl.
Pálmi Gunnarsson verður í stað Rúna Júl.
Andi Rúnars Júlíussonar mun svífa yfir vötnum á Akranesi í kvöld þegar hið árlega blúskvöld verður haldið. „Forsagan er sú að Rúnar og Tryggvi Hübner voru að spila á Hótel Akranesi fyrir langa löngu. Ég hitti þá í pásunni og stakk upp á að þeir fyndu sér tvo menn og gerðu þetta að árlegum viðburði. Það gekk eftir,“ segir Tómas R. Andrésson, aðalhvatamaður tónleikana.

Rúnar og Tryggvi bættu við Birgi Baldurssyni trommara og Eðvarð Lárussyni gítarleikara og bandið var kallað Blúsboltarnir. Það blúsaði svo tuttugu sinnum í röð með Rúnar innanborðs, alltaf 30. desember ár hvert. Haldið var áfram að blúsa í fyrra þótt Rúnar væri fjarverandi og enn blúsa Blúsboltarnir í kvöld.

„Í fyrra var Andrea Gylfa með strákunum en nú kemur Pálmi Gunnarsson inn svo það má búast við að efni honum tengt heyrist, til að mynda blúsað efni Mannakorna og eitthvað með Friðryki,“ segir Tómas spenntur. Tónleikarnir fara fram í Kaupfélaginu (áður Barbro) og upphitun verður í höndum ungra tónlistarmanna frá Skaganum, að mestu úr hljómsveitinni Ferlegheit. „Það kostar þúsund kall inn eins og er búið að gera í öll hin skiptin,“ segir Tómas. „Rúnar var vanur að segja að við tækjum ekki þátt í verðbólgunni.“ - drg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.