Erlent

Slapp naumlega undan skotárás

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Rúmlega tvítugur maður í danska bænum Brøndby slapp naumlega í gær þegar hópur manna skaut fjórum eða fimm skotum að honum úr skammbyssu. Mennirnir biðu eftir fórnarlambi sínu utan við heimili þess vegna óuppgerðra saka sem ekki er ljóst hverjar eru. Þegar maðurinn kom út dró einn úr hópnum upp byssu og skaut mörgum skotum en ekkert þeirra hitti. Sá sem skotið var á náði að forða sér á hlaupum en lögregla handtók þrjá vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×