Enski boltinn

Rooney að verða faðir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hamingjusömu hjónin eiga von á barni.
Hamingjusömu hjónin eiga von á barni. Nordic Photos/Getty Images

Wayne Rooney hefur greint frá því að hann sé að verða faðir. Eiginkona Rooneys, Coleen McLoughlin, er komin þrjá mánuði á leið og parið að springa úr hamingju.

Þetta verður fyrsta barn parsins sem hefur verið saman í fjölda ára og gifti sig síðasta sumar.

Eftir því sem fram kemur í breskum slúðurblöðum þá vita þau ekki hvort McLoughlin gangi með strák eða stelpu.

Rooney sagði nýlega að hann vildi gjarna eignast þrjú til fjögur börn. Eiginkona hans er ekki eins hrifinn af hugmyndinni.

„Maður veit ekki hvað maður vill mörg fyrr en maður hefur eignast eitt," sagði hin 22 ára McLoughlin.

Það er talið að þegar sé búið að bjóða parinu eina milljón punda fyrir réttinn af fyrstu myndunum af barninu.

Veðmangarar eru líka farnir af stað og hægt er að veðja á hvað barnið muni heita. Ekki fæst mikið fyrir að veðja á Alex en Waynetta myndi gefa ansi vel í aðra hönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×