Innlent

Heimila á innflutning sæðis

Líkur eru sagðar á að svínarækt eflist með heimild til innflutnings á frystu sæði beint á bú. Fréttablaðið/GVA
Líkur eru sagðar á að svínarækt eflist með heimild til innflutnings á frystu sæði beint á bú. Fréttablaðið/GVA

 Heimild til innflutnings á djúpfrystu svínasæði verður til þess að efla, styrkja og auka svínarækt í landinu. Þetta kemur fram í áliti sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis vegna frumvarps um breytingu á lögum um innflutning dýra.

Frumvarpið er sagt byggt á vinnu nefndar sem ráðherra skipaði, en í henni áttu sæti Halldór Runólfsson yfirdýralæknir, Vilhjálmur Svansson dýralæknir og Þorsteinn Ólafsson, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun. Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×