Enski boltinn

Iain Dowie mun aðstoða Shearer

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alan Shearer og Iain Dowie eftir leik Newcastle og Crystal Palace árið 2005.
Alan Shearer og Iain Dowie eftir leik Newcastle og Crystal Palace árið 2005. Mynd/GettyImages

Alan Shearer er þegar byrjaður að breyta til á St. James Park en hann varð formlega knattspyrnustjóri félagsins í morgun. Shearer hefur fengið Iain Dowie til að vera aðstoðarmann sinn samkvæmt enskum fjölmiðlum.

Iain Dowie og Alan Shearer voru saman hjá Southampton á sínum tíma (1991-92). Dowie hefur reynt fyrir sér sem stjóri hjá Crystal Palace og Charlton auk þess sem hann tók tímabundið við stjórastöðu hjá QPR, Coventry og Oldham.

Þrátt fyrir komu Dowie þá munu þeir Colin Calderwood og Chris Hughton báðir halda áfram að vinna fyrir liðið sem þjálfarar. Chris Hughton tók einmitt við liðinu í forföllum Joe Kinnear.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×