Erlent

Dalai Lama til Taívan á sunnudag

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Dalai Lama.
Dalai Lama. MYND/AP

Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta, kemur til Taívan á sunnudag þar sem hann mun biðja fyrir fórnarlömbum fellibylsins Morakot sem gekk þar yfir fyrr í mánuðinum. Meðan á dvölinni stendur mun Lama einnig halda fyrirlestur um samúð og trúarlegan samhljóm. Gert er ráð fyrir því að hann snúi aftur til Indlands, þar sem hann dvelur í útlegð sinni frá Tíbet, 4. september. Kínversk stjórnvöld hafa gert athugasemdir við heimsókn hans til Taívan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×