Innlent

Hafði samræði við 12 ára stúlku

Hæstiréttur hefur dæmt 22 ára gamlan karlmann í 18 mánaða fangelsi, þar af eru 15 skilorðsbundnir, fyrir að hafa samræði við 12 ára gamla stúlku í júlí 2007. Honum er gert að greiða stúlkunni 400 þúsund krónur í skaðabætur.

Maðurinn og stúlkan spjölluðu saman nokkrum sinnum á netinu sumarið 2007 áður en þau hittust. Hann bauð stúlkunni heim til sín í lok júlí til að horfa á mynd þar sem hann byrjaði að káfa á henni. Það endaði með því að maðurinn hafði samræði við hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×