Hvíta bókin seld til Þýskalands, Noregs og Danmerkur 4. júlí 2009 04:15 Þýskir, norskir og danskir útgefendur hafa fest kaup á útgáfuréttinum að Hvítu bók Einars Más. Einar segist telja að í alþjóða efnahagskreppunni finnist mönnum aðstæður Íslendinga vera málið í hnotskurn.Fréttablaðið/Arnþór „Nei, nei, þetta kemur mér ekkert á óvart. Og ég á von á fleirum, það er áhugi frá hinum enskumælandi heimi. Ég held að þeir hafi þá tilfinningu að kannski hafi ég bara hitt naglann á höfuðið hvað þessi mál varðar,“ segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur. Þýskir, danskir og norskir útgefendur hafa keypt útgáfurétt Hvítu bókarinnar sem Einar sendi nýverið frá sér. Hún rauk beint í efsta sæti bókalista Eymundssonar en þetta er fjórða bókin um íslenska efnahagshrunið sem kemur út á skömmum tíma. Hvíta bókin velti Hruni Guðna Th. Jóhannessonar úr sessi en einnig hafa komið út Sofandi að feigðarósi eftir Ólaf Arnarson og Íslenska efnahagsundrið eftir Jón F. Thoroddsen. Einar segir að vinsældir þessara bóka ættu ekki að vera neitt undrunarefni. Íslendingar séu að reyna að skilja þennan veruleika sem nú blasi við þeim. „Þetta eru líka allt mjög ólíkar bækur. Sjálfur fann ég fyrir því, þegar ég fór að tjá mig, að það var mikill hljómgrunnur fyrir mínum málflutningi. Ég segi þetta bara blátt áfram og beint út.“ Rithöfundurinn segist telja að áhugi erlendra bókaútgefanda stafi af því að í alþjóða efnahagskreppunni finnist mönnum aðstæður Íslendinga vera málið í hnotskurn. „Mér finnst eins og mönnum þyki ég vera að lýsa heimi sem er annaðhvort á leiðinni til þeirra eða er jafnvel til og á eftir að koma upp á yfirborðið.“ Hvíta bókin sé þannig upplifun hins venjulega Íslendings af þessum sögulegu viðburðum sem hafi breytt íslensku samfélagi til frambúðar. „Þetta er bara tilraun til að skilja þetta allt, þetta eru svo mörg svið. Eitt er fjármálakerfið, annað eru stjórnmálaöflin og svo er þriðji hlutinn hugsunarhátturinn. Og svo er það að tengja alla þessi hluti saman.“ Einar viðurkennir að það sé kannski svolítið fyndið að bókin sé á leiðinni í útrás, þar sem það orð hafi fengið frekar neikvæða merkingu eftir að bankarnir hrundu. „Mér hefur samt tekist að halda mér á svæðinu í þrjátíu ár og kannski getur fjármálalífið bara lært af mér. Menn eiga ekki að þurfa að mæta með ímyndað alvæpni og hrópa á torgum úti. Sígandi lukka er best. Sá sem hefur eitthvað fram að færa þarf ekki að tilkynna það í gegnum hátalara eða forseta.“ Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Ný stikla úr GTA VI Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira
„Nei, nei, þetta kemur mér ekkert á óvart. Og ég á von á fleirum, það er áhugi frá hinum enskumælandi heimi. Ég held að þeir hafi þá tilfinningu að kannski hafi ég bara hitt naglann á höfuðið hvað þessi mál varðar,“ segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur. Þýskir, danskir og norskir útgefendur hafa keypt útgáfurétt Hvítu bókarinnar sem Einar sendi nýverið frá sér. Hún rauk beint í efsta sæti bókalista Eymundssonar en þetta er fjórða bókin um íslenska efnahagshrunið sem kemur út á skömmum tíma. Hvíta bókin velti Hruni Guðna Th. Jóhannessonar úr sessi en einnig hafa komið út Sofandi að feigðarósi eftir Ólaf Arnarson og Íslenska efnahagsundrið eftir Jón F. Thoroddsen. Einar segir að vinsældir þessara bóka ættu ekki að vera neitt undrunarefni. Íslendingar séu að reyna að skilja þennan veruleika sem nú blasi við þeim. „Þetta eru líka allt mjög ólíkar bækur. Sjálfur fann ég fyrir því, þegar ég fór að tjá mig, að það var mikill hljómgrunnur fyrir mínum málflutningi. Ég segi þetta bara blátt áfram og beint út.“ Rithöfundurinn segist telja að áhugi erlendra bókaútgefanda stafi af því að í alþjóða efnahagskreppunni finnist mönnum aðstæður Íslendinga vera málið í hnotskurn. „Mér finnst eins og mönnum þyki ég vera að lýsa heimi sem er annaðhvort á leiðinni til þeirra eða er jafnvel til og á eftir að koma upp á yfirborðið.“ Hvíta bókin sé þannig upplifun hins venjulega Íslendings af þessum sögulegu viðburðum sem hafi breytt íslensku samfélagi til frambúðar. „Þetta er bara tilraun til að skilja þetta allt, þetta eru svo mörg svið. Eitt er fjármálakerfið, annað eru stjórnmálaöflin og svo er þriðji hlutinn hugsunarhátturinn. Og svo er það að tengja alla þessi hluti saman.“ Einar viðurkennir að það sé kannski svolítið fyndið að bókin sé á leiðinni í útrás, þar sem það orð hafi fengið frekar neikvæða merkingu eftir að bankarnir hrundu. „Mér hefur samt tekist að halda mér á svæðinu í þrjátíu ár og kannski getur fjármálalífið bara lært af mér. Menn eiga ekki að þurfa að mæta með ímyndað alvæpni og hrópa á torgum úti. Sígandi lukka er best. Sá sem hefur eitthvað fram að færa þarf ekki að tilkynna það í gegnum hátalara eða forseta.“
Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Ný stikla úr GTA VI Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira