Innlent

Bíræfinn hjólaþjófnaður um hábjartan dag - myndir

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Þjófurinn að athafna sig.
Þjófurinn að athafna sig.
Bíræfinn þjófur stal reiðhjóli fyrir framan Borgartún 23 klukkan 14:52 í dag. Eigandi hjólsins er ungur starfsmaður fyrirtækis í húsinu og hafði skotist inn fyrir og skilið hjólið eftir ólæst.

Fjórum mínútum síðar kom þjófurinn að, kíkti á glugga til þess að kanna hvort einhver sæi til hans, gekk svo að hjólinu, leit í kringum sig og hjólaði á brott. Þjófnaðurinn náðist á mynd í öryggismyndavélum hússins, en myndir úr upptökuvélum má sjá með fréttinni.

Þjófinum var lýst fyrir fréttastofu sem ungum og grannvöxnum manni í bláum jakka með svörtu í, líklega með rauðan bakpoka og húfu. Hann var í svörtum og gulum strigaskóm.

Hjólið er svart og nýlegt, af tegundinni Trek. Þeir, sem veitt gætu upplýsingar um þjófnaðinn, eru beðnir um að hringja í síma 866-2643.

Þjófurinn gægist inn...
...læðist áfram...
...lítur til vinstri...
...svo til hægri...
...og stingur svo af með góssið!



Fleiri fréttir

Sjá meira


×