Erlent

Ferðaskrifstofur bjóða sólskinstryggingu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Fréttastofan greindi frá því á föstudaginn að franskir ferðamenn þættu samkvæmt könnun þeir verstu í heimi. Hins vegar virðast franskar ferðaskrifstofur standa sig öllu betur. Tvær ferðaskrifstofukeðjur þar í landi hafa nú gripið til þess að tryggja veðrið á áfangastað viðskiptavina sinna. Sá sem slíka tryggingu kaupir fær hluta ferðakostnaðar endurgreiddan við heimkomu hafi veðrið ekki verið ákjósanlegt. Skilyrðin eru þó nokkuð stíf og þurfa ferðalangar að lenda í fjórum rigningardögum eina og sömu vikuna ætli þeir að fá bætur.

Þá er það ekki undir tryggingatakanum sjálfum komið að leggja fram skýrslu um málið heldur fá ferðskrifstofurnar upplýsingar frá frönsku veðurstofunni sem fylgist með veðrinu á áfangastöðum gegnum gervihnött. Ferðamenn fá svo sent SMS-skeyti eftir heimkomuna þar sem þeim er tilkynnt um að þeir fái svo og svo mikið endurgreitt, upphæðin fer eftir fjölda rigningardaga. Svo kemur ávísun í póstinum, þægileg sárabót eftir ónýtt frí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×