Sjö nýjar minjagripaverslanir í miðbænum 28. júlí 2009 03:00 Verslunarstjóri Rammagerðarinnar segir ólíklegt að nýju verslanirnar haldi út veturinn. Segist hann ekki finna fyrir samkeppni. Mynd/Valli Sjö nýjar minjagripaverslanir hafa opnað í miðborginni frá því í maí og eru þær nú sextán. Ef bókabúðirnar eru taldar með, sem breytast að einhverju leyti í minjagripaverslanir á sumrin, eru þær nítján. Þetta segir Helgi Hrannarr Jónsson, framkvæmdastjóri Global Refund, sem annast umsýslu Tax Free á Íslandi. „Sumt af þessu er eðlileg aukning því það eru alltaf einhverjir sem opna fyrir hvert ferðamannatímabil," segir Helgi. Sérstaklega hafa margar opnað á Skólavörðustígnum og eru nú fjórar neðst á Skólavörðustígnum. „Það sem er jákvætt við þetta er að það eru nýir aðilar að koma inn á markaðinn," segir Helgi en segir erfitt að skilgreina minjagripaverslanirnar þar sem margar séu blandaðar verslanir. En hvað veldur? „Þetta má rekja til tveggja þátta. Það er annars vegar lágt gengi krónunnar og ferðamenn eru því að eyða miklu meiru. Síðan virðist fólk vera að leita að nýjum tækifærum í atvinnurekstri," segir Helgi. Global Refund hefur tekið rækilega eftir aukningunni, að sögn Helga, og er meðaltalsávísun frá ferðamönnum, sem leita eftir Tax Free, nú töluvert hærri en hefur verið. Ferðamenn eyði meiru þótt þeir séu ekki fleiri en undanfarin ár. Bjarni Jónsson, annar eigenda Nordic Store ehf., minjagripabúðar sem opnuð var í maí á Skólavörðustíg, segir reksturinn hafa gengið vel. Hann segir Nordic Store öðruvísi minjagripabúð en hinar. „Við erum öðruvísi búð þannig að við erum ekki í samkeppni nema á afmörkuðum sviðum. Við seljum ekki þessa litlu minjagripi eins og margar búðir heldur erum við með fjölbreytt úrval af íslenskri hönnun, skartgripum, snyrtivörum, tónlist, lopavörum, sælgæti og bókum. Allt íslenskar vörur," segir Bjarni. Hilmar Már Aðalsteinsson, verslunarstjóri Rammagerðarinnar, sem stofnuð var árið 1946, segir fyrirtækið ekki finna fyrir aukinni samkeppni, þrátt fyrir gríðarlega fjölgun minjagripaverslana. „Við höldum okkar ótrúlega vel og höfum opnað þrjár nýjar búðir, á Skólavörðustíg, á Akureyri og Egilsstöðum. Þetta er auðveldara fyrir okkur þar sem við höfum ákveðið samkeppnisforskot vegna aðfanga," segir Hilmar. Hann segir að í seinni hluta ágúst hrynji sala niður og hann efast um að nýju verslanirnar haldi út veturinn. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Sjö nýjar minjagripaverslanir hafa opnað í miðborginni frá því í maí og eru þær nú sextán. Ef bókabúðirnar eru taldar með, sem breytast að einhverju leyti í minjagripaverslanir á sumrin, eru þær nítján. Þetta segir Helgi Hrannarr Jónsson, framkvæmdastjóri Global Refund, sem annast umsýslu Tax Free á Íslandi. „Sumt af þessu er eðlileg aukning því það eru alltaf einhverjir sem opna fyrir hvert ferðamannatímabil," segir Helgi. Sérstaklega hafa margar opnað á Skólavörðustígnum og eru nú fjórar neðst á Skólavörðustígnum. „Það sem er jákvætt við þetta er að það eru nýir aðilar að koma inn á markaðinn," segir Helgi en segir erfitt að skilgreina minjagripaverslanirnar þar sem margar séu blandaðar verslanir. En hvað veldur? „Þetta má rekja til tveggja þátta. Það er annars vegar lágt gengi krónunnar og ferðamenn eru því að eyða miklu meiru. Síðan virðist fólk vera að leita að nýjum tækifærum í atvinnurekstri," segir Helgi. Global Refund hefur tekið rækilega eftir aukningunni, að sögn Helga, og er meðaltalsávísun frá ferðamönnum, sem leita eftir Tax Free, nú töluvert hærri en hefur verið. Ferðamenn eyði meiru þótt þeir séu ekki fleiri en undanfarin ár. Bjarni Jónsson, annar eigenda Nordic Store ehf., minjagripabúðar sem opnuð var í maí á Skólavörðustíg, segir reksturinn hafa gengið vel. Hann segir Nordic Store öðruvísi minjagripabúð en hinar. „Við erum öðruvísi búð þannig að við erum ekki í samkeppni nema á afmörkuðum sviðum. Við seljum ekki þessa litlu minjagripi eins og margar búðir heldur erum við með fjölbreytt úrval af íslenskri hönnun, skartgripum, snyrtivörum, tónlist, lopavörum, sælgæti og bókum. Allt íslenskar vörur," segir Bjarni. Hilmar Már Aðalsteinsson, verslunarstjóri Rammagerðarinnar, sem stofnuð var árið 1946, segir fyrirtækið ekki finna fyrir aukinni samkeppni, þrátt fyrir gríðarlega fjölgun minjagripaverslana. „Við höldum okkar ótrúlega vel og höfum opnað þrjár nýjar búðir, á Skólavörðustíg, á Akureyri og Egilsstöðum. Þetta er auðveldara fyrir okkur þar sem við höfum ákveðið samkeppnisforskot vegna aðfanga," segir Hilmar. Hann segir að í seinni hluta ágúst hrynji sala niður og hann efast um að nýju verslanirnar haldi út veturinn.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira