Innlent

Flestir til Eyja um helgina

Kristín María Birgisdóttir skrifar

Útlit er fyrir að langflestir leggi leið sína til Vestmannaeyja á þjóðhátíð um verslunarmannahelgina.

Líkt og fyrri ár verður nóg í boði fyrir landsmenn um helgina og búast má við að flestir landsmenn verði á faraldsfæti.

Nóg er í boði hafi einhverjir enn ekki tekið ákvörðun um hvert skuli halda.

Þeir sem vilja vera á suðvestur horninu geta kíkt á Innipúkann en það er tónlistarhátíð í Reykjavík fyrir þá ekki leggja í útilegu.

Á Ísafirði verður hinn árlegi Mýrarbolti haldinn, unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands verður haldið á Sauðárkróki, Síldarævintýrið á Siglufirði verður á sínum stað og Ein með öllu verður haldin á Akureyri.

Neistaflug á Neskaupsstað verður haldið í sautjánda sinn í ár en hátíðin hefur verið vel sótt í gegnum tíðina.

Þjóðhátíð í Eyjum verður haldin í 136 sinn í ár en jafnmörg blys verða tendruð í brekkunni sem er til marks um hve oft hún hefur verið haldin. Að sögn skipuleggjanda hafa töluvert fleiri miðar verið seldir í ár en fyrri ár.

Þær upplýsingar fengust hjá Flugfélagi Íslands að þeir sem ferðast með flugi ætla langflestir á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þá ætlar líka fjöldi manns á Akureyri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×