Innlent

Íslendingar í óvenjugóðum tengslum við hið yfirnáttúrulega

Höskuldur Kári Schram skrifar

Íslendingar eru í betri tengslum við yfirnáttúrulegar verur en aðrar þjóðir. Þetta segir svissneskur sérfræðingur sem hefur rannsakað hin ósýnilegu öfl náttúrunnar í rúmlega þrjá áratugi.

Christopher Vasey hefur skrifað fjölmargar bækur á síðustu áratugum um óhefðbundna lækningar og yfirnáttúrulega hluti. Hann hefur haldið marga fyrirlestra bæði í Evrópu og Bandaríkjunum - og á fimmtudag heldur hann fyrirlestur í Háskóla Íslands um þekkingu heimsins á náttúruvættum.

Christopher telur að á Íslandi sé mikið um yfirnáttúrulega hluti og verur. Hann segir Íslendinga í betri tengslum við hið yfirnáttúrulega en aðrar þjóðir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×