Innlent

Steingrímur: Ekki hika við að frysta eignir ef efni standa til

Sigríður Mogensen skrifar

Fjármálaráðherra segir að þjóðin sé vanmegnug að takast á við þær risavöxnu aðstæður sem bankahrunið felur í sér. Tugir mála séu í rannsókn og kerfið að kikna undan álagi. Menn eigi ekki að hika við að frysta eignir ef efni standi til.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra segir að í höndum ákæruvaldsins séu fullnægjandi lagaheimildir til að frysta eignir og menn eigi ekki að hika við að fara út í slíkar aðgerðir ef efni standi til.

Steingrímur segir að hjá þingflokki Vinstri grænna sé áhugi fyrir því að setja sjálfstæðar lagaheimildir sem auðvelda tímabundna kyrrsetningu eigna til að gæta hagsmuna þjóðarbúsins. Steingrímur segir að það sé ástæða til að skoða hvers vegna núverandi heimildum hafi ekki þegar verið beitt.

Mikil og sterk hefð er fyrir bankaleynd í Lúxemborg, en þar voru allir íslensku viðskiptabankarnir með útibú og dótturfélög. Fjármálaráðherra segist ætla að beita sér sjálfur fyrir því á næstunni að fá meira samstarf við stjórnvöld þar í landi til að rekja þá þræði sem þar liggi í gegn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×