Innlent

Kjötbollur í brúnni sósu innkallaðar

Hættulegar kjötbollur.
Hættulegar kjötbollur.

Í varúðarskyni hefur Ora ákveðið að innkalla kjötbollur í brúnni sósu í 850 gr. dósum vegna hugsanlegs framleiðslugalla. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér.

Aðdragandi málsins er sá, að framleiðslugalli hefur gert vart við sig í einni af framleiðslulotum vörunnar. Í samræmi við gæða- og öryggisstefnu Ora nær innköllunin þó til allra 850 gr dósa af vörunni, óháð framleiðslulotu.

Strikamerkið sem auðkennir innkallaðar dósir er 5690519020412.

Þeir sem hafa í fórum sínu stærri dósina af Ora kjötbollum í brúnni sósu (850 gr), eru beðnir um að skila henni til næstu verslunar, við fyrsta hentuga tækifæri. Ekki er skilyrði að vörunni sé skilað þangað sem hún var upphaflega keypt. Innkallaðar dósir fást bættar í öllum verslunum sem selja Ora.

Rétt er að undirstrika að innköllunin á einvörðungu við um Ora kjötbollur í brúnni sósu í 850 gr dósum og tengist ekki á nokkurn hátt annarri vöru frá Ora.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem innköllunin kann að valda viðskiptavinum Ora. Þetta er í fyrsta sinn sem slík innköllun á sér stað hjá fyrirtækinu.

Rétt er að undirstrika að innköllunin á einvörðungu við um Ora kjötbollur í brúnni sósu í 850 gr dósum og tengist ekki á nokkurn hátt annarri vöru frá Ora.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×