Erlent

Kínverskir tölvuþrjótar sækja að eldri konum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Óprúttnum aðilum, sem stunda hvers kyns tölvuglæpi, hefur vaxið mjög fiskur um hrygg í Kína og vinna skipulögð gengi nú að því að brjótast inn í tölvur fólks og freista þess að nálgast þar viðkvæmar bankaupplýsingar auk hvers kyns persónuupplýsinga sem hægt er að nýta til að komast yfir skjót- og illa fenginn gróða.

Eldra fólk verður ekki síst fyrir barðinu á þrjótunum og er nú svo komið að 70 prósent fórnarlambanna eru eldri borgarar og 70 prósent þeirra eru konur. Algeng aðferðafræði er meðal annars að senda fólki tölvupóst þar sem sendandinn læst vera á vegum bankastofnunar eða greiðslukortafyrirtækis, jafnvel lögreglunnar. Viðtakandanum er svo gefið upp símanúmer sem hann er beðinn að hringja í og gefa þar ákveðnar upplýsingar um bankareikninga, leyninúmer greiðslukorta og annað í þeim dúr.

Huang Zuyue, deildarstjóri rannsóknardeildar ráðuneytis almannaöryggis segir þjófana að jafnaði ráða yfir þróuðum tölvubúnaði auk þess sem þeir séu gjarnan tunguliprir í símanum eða hafi slíka menn á sínum snærum. Undanfarið hefur kínversk lögregla handtekið um 1.400 manns sem grunaðir eru um tölvuglæpi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×