Innlent

Sambýlismaðurinn grunaður

Mynd/Vilhelm

Maðurinn sem er í haldi, grunaður um að eiga þátt í andláti konu sem fannst í dúfnakofa í Kapelluhrauni í gær, var sambýlismaður hennar. Þau höfðu búið saman í um tvo mánuði áður en atvikið átti sér stað.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni var maðurinn, sem er jafnaldri konunnar, handtekinn í nótt grunaður um að eiga þátt í andláti hennar. Hann hefur áður komið við sögu en þau voru búsett í Breiðholti.

Konan var klæðalítil þegar að henni var komið eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Þá var hún með minniháttar áverka á líkamanum. Ekki er ljóst hvernig dauða hennar bar að garði en það var dúfnaáhugamaður sem kom að henni. Hann er jafnframt eigandi skúrsins þar sem hún fannst.

Lögreglan krafðist gæsluvarðhalds yfir manninum rétt fyrir fimm í dag. Niðurstaða liggur ekki fyrir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×