Erlent

Mannskæðasta lestarslys í sögu Washington

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/WUSA

Að minnsta kosti níu eru látnir og tugir slasaðir eftir að tvær neðanjarðarlestir skullu saman skammt norður af miðborg Washington á háannatíma í gær. Um er að ræða mannskæðasta slys í sögu neðanjarðarlesta borgarinnar að sögn Adrians Fenty borgarstjóra. Einn hinna látnu var stjórnandi annarrar lestarinnar. Tæplega 80 manns voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar, þar af tveir í lífshættu.

Lestirnar voru ofanjarðar þegar áreksturinn varð og á sama sporinu. Önnur þeirra var kyrrstæð þegar hin ók á hana með þeim afleiðingum að minnst einn lestarvagn gekk nánast alveg saman. Ekki er vitað hvað olli slysinu en rannsókn mun standa yfir næstu daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×