Innlent

Baugsmál í uppnám vegna tímaritsgreinar

Fresta þurfti Baugsmálinu í dag vegna ritstjórnargreinar eftir Róbert Spanó sem finna má í nýjasta hefti Tímariti lögfræðinga og ber heitið: „Ne bis in idem - Mannréttindadómstóll Evrópu víkur frá fyrri fordæmum."

Það eru þau Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi stjórnarformaður Baugs, Kristín Jóhannesdóttir, fyrrum aðstoðarforstjóri og framkvæmdarstjóri Gaums og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs sem hafa verið ákærð fyrir ýmis brot á skattalögum.

Samkvæmt bókun sem verjendur þeirra lögðu fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þá vilja þeir meina að það þurfi að taka afstöðu til greinarinnar sem fjallar um dóm Mannréttindadómstóls gegn Finnlandi í febrúar síðastliðnum. Þar kemur fram að ekki er hægt að dæma einstaklinga fyrir þau brot sem þegar er búið að refsa fyrir og er nefnt tvöfalt saknæmi.

Þeir ákæruliðir sem vafi skapast um lúta að tekjuskatti, staðgreiðslu eftir álagi og fleiri brotaliði, þó ekki allra að mati saksóknara.

Dómarar, sækjandinn, Helgi Magnús Gunnarsson auk verjanda Baugsmanna, voru sammála um að fresta málinu þar sem það yrði að taka afstöðu til greinarinnar og dóms Mannréttindadómstóls gegn Finnlandi og greinin fjallar um.

Þegar rætt var við saksóknara efnahagsbrotadeildar, Helga Magnús, sagði hann að taka þyrfti afstöðu til málsins sem gæti hugsanlega orðið til þess að kæruliðum að hluta, eða að fullu, verði vísað frá dómi.

Málinu hefur verið frestað til 16. desember. Búast má við að verjendur Baugsmanna krefjist frávísunar en það gerðu þeir einnig í upphafi réttarhaldanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×