Hjúkrunarrými fyrir níu milljarða 14. október 2009 06:00 Ríkisstjórnin samþykkti í gær að heimila Árna Páli Árnasyni, félags- og tryggingamálaráðherra, að vinna að hugmyndum um byggingu 361 hjúkrunarrýmis fyrir aldraða á árunum 2010 til 2012. Að sögn Árna Páls yrði kostnaður við verkefnið um níu milljarðar króna. Framkvæmdirnar verða fjármagnaðar úr Íbúðalánasjóði en breyta þarf lögum til að heimila sjóðnum að veita 100 prósenta lán til byggingar hjúkrunarheimila með fjörutíu ára lánstíma og 4,6 prósenta vöxtum. Lögum um Framkvæmdasjóði aldraðra yrði einnig breytt þannig að árin 2012 og 2013 greiði framkvæmdasjóðurinn rekstrar- og leigukostnað þannig að aukinn rekstrarkostnaður falli ekki á ríkissjóð fyrr en 2014. Forsenda þess að lánað verði til framkvæmda er að hlutaðeigandi sveitarfélag hafi gert samning við fjármála- og félagsmálaráðuneytið um leigugreiðslur til fjörutíu ára. Árni Páll sagði stefnt að því að Framkvæmdasjóður gæti létt undir með sveitarfélögunum hvað varðar þeirra kostnað fyrstu árin. Alls verða 224 af hjúkrunarrýmunum 361 byggð í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Um 200 rými á að taka í notkun í staðinn fyrir fjölbýlisrými, þannig að af þessum 361 verða um 160 ný hjúkrunarrými. Árni Páll sagði að ríkisstjórnin hefði í gær falið honum að vinna að frekari útfærslu málsins í samstarfi við fjármálaráðherra og leita samninga við sveitarfélög. Markmiðið er að framkvæmdir við nýbyggingar geti hafist sem fyrst. Stefnt er að því að leggja fram frumvarp um nauðsynlegar lagabreytingar strax á næstu vikum. „Það er mikilvægt að horfa til framtíðar á krepputímum," sagði Árni Páll. „Ef við getum fundið leið til þess að gera þetta núna án þess að það leiði til aukaútgjalda fyrir ríkissjóð á þessum viðkvæmu tímum fram til 2014 eigum við tvímælalaust að ráðast í þetta verkefni." - pg Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti í gær að heimila Árna Páli Árnasyni, félags- og tryggingamálaráðherra, að vinna að hugmyndum um byggingu 361 hjúkrunarrýmis fyrir aldraða á árunum 2010 til 2012. Að sögn Árna Páls yrði kostnaður við verkefnið um níu milljarðar króna. Framkvæmdirnar verða fjármagnaðar úr Íbúðalánasjóði en breyta þarf lögum til að heimila sjóðnum að veita 100 prósenta lán til byggingar hjúkrunarheimila með fjörutíu ára lánstíma og 4,6 prósenta vöxtum. Lögum um Framkvæmdasjóði aldraðra yrði einnig breytt þannig að árin 2012 og 2013 greiði framkvæmdasjóðurinn rekstrar- og leigukostnað þannig að aukinn rekstrarkostnaður falli ekki á ríkissjóð fyrr en 2014. Forsenda þess að lánað verði til framkvæmda er að hlutaðeigandi sveitarfélag hafi gert samning við fjármála- og félagsmálaráðuneytið um leigugreiðslur til fjörutíu ára. Árni Páll sagði stefnt að því að Framkvæmdasjóður gæti létt undir með sveitarfélögunum hvað varðar þeirra kostnað fyrstu árin. Alls verða 224 af hjúkrunarrýmunum 361 byggð í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Um 200 rými á að taka í notkun í staðinn fyrir fjölbýlisrými, þannig að af þessum 361 verða um 160 ný hjúkrunarrými. Árni Páll sagði að ríkisstjórnin hefði í gær falið honum að vinna að frekari útfærslu málsins í samstarfi við fjármálaráðherra og leita samninga við sveitarfélög. Markmiðið er að framkvæmdir við nýbyggingar geti hafist sem fyrst. Stefnt er að því að leggja fram frumvarp um nauðsynlegar lagabreytingar strax á næstu vikum. „Það er mikilvægt að horfa til framtíðar á krepputímum," sagði Árni Páll. „Ef við getum fundið leið til þess að gera þetta núna án þess að það leiði til aukaútgjalda fyrir ríkissjóð á þessum viðkvæmu tímum fram til 2014 eigum við tvímælalaust að ráðast í þetta verkefni." - pg
Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira