Lífið

Hrifnæm kanína

Holly Madison viðurkennir að hún sé skotin í Benji Madden.
Holly Madison viðurkennir að hún sé skotin í Benji Madden.

Fyrrverandi Playboy-fyrirsætan og kærasta Hughs Hefner, Holly Madison, og rokkarinn Benji Madden eru nýjasta parið í Hollywood. Benji er tvíburabróðir Joels Madden, eiginmanns Nicole Richie, og miðað við að hann átti áður í sambandi við hótelerfingjann Paris Hilton er ekki að furða að hann hafi fallið fyrir Holly.

Holly viðurkenndi á Twitter-síðu sinni að hún væri hrifin af rokkaranum. „Það mætti segja að ég væri að hanga með einhverjum sem ég er skotin í. Benji er einhver sem ég er skotin í... eins og er.“ skrifaði hún. Einnig sást til parsins fyrir stuttu á veitingastað þar sem þau létu vel að hvort öðru. „Það var greinilega eitthvað á milli þeirra. Benji hélt utan um mittið á henni og hún hékk í handleggnum á honum. Þau hlógu og döðruðu allan tímann.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.