Erlent

Sjálfsmorðssprengjutilræði í Grozny

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Frá sprengjutilræði í Grozny í ágúst.
Frá sprengjutilræði í Grozny í ágúst.

Tveir lögreglumenn eru sagðir hafa látist og sex manns slasast í sjálfsmorðssprengjutilræði í Grozny, höfuðborg Tjetjeníu, í morgun. Tilræðismaðurinn var ung kona sem gekk upp að lögreglubíl í miðborg Grozny og sprengdi sjálfa sig í loft upp. Interfax-fréttastofan ber ónafngreinda heimildamenn fyrir því að lögreglumennirnir hafi látist en RIA-fréttastofan segir eingöngu sex manns hafa slasast. Rússar hafa tvívegis átt í stríði við tjetjenska aðskilnaðarsinna síðan árið 1990 og undanfarna mánuði hefur verið róstusamt í Tjetjeníu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×