Landspítalinn naut ekki útgjaldaþenslu 16. desember 2009 01:15 Björn Zoëga Landspítalinn hefur setið eftir í fjárveitingum borið saman við þróun heildarútgjalda til annarrar heilbrigðisþjónustu í landinu á undanförnum árum. Framlög til Landspítalans hafa dregist saman um þrjú prósent frá árinu 2001, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Á sama tíma hækkaði framlag til heilbrigðismála í heild, reiknað án Landspítalans, um tæp sextán prósent. Björn Zoëga, forstjóri LSH, segir að fjárveitingar til spítalans hafi farið stiglækkandi allt frá árinu 2003, og áberandi mest hafi sú lækkun verið á milli áranna 2007 og 2008. „Ég skil mætavel þá erfiðu fjárhagslegu stöðu sem ríkið er í og spítalinn mun leggja sitt af mörkum í sparnaði. Mér finnst þó ástæða til þess að taka tillit til þeirrar hagræðingar sem náðst hefur á undanförnum árum og því þráláta gengistapi umfram forsendur fjárlaga sem LSH hefur orðið fyrir í fyrra og í ár.“ Gengistapið sem um ræðir er um þrír milljarðar króna. Eins og áður sagði er mismunurinn á heildarfjárveitingum til heilbrigðismála annars vegar og til Landspítalans sérstaklega hins vegar um tuttugu prósent. Björn segir að rekstrarfé spítalans væri mun hærra í dag ef framlög til LSH hefðu þróast í samræmi við annað. „Tölurnar á bak við þetta tala sínu máli. Ef þróun fjárframlaga til LSH hefði verið með sama hætti og til annarra heilbrigðismála væri upphæðin sem við hefðum úr að spila í ár um 40,5 milljarðar en ekki í kringum 35 milljarðar. Þetta er varlega áætlað.“ Spurður hvort þessi mikli munur sé ekki tilkominn vegna tilfærslna innan heilbrigðiskerfisins segir Björn að það skýri ekki þennan mun. Í þessari umræðu komi tilfærsla svokallaðra s-merktra lyfja frá LSH til almannatrygginga ekki inn í myndina. Sú færsla hafi komið til á þessu ári og numið 3,2 milljörðum króna. „Benda má á að þar til á þessu ári jókst starfsemi á spítalanum öll árin frá sameiningu Landspítalans og Borgarspítalans árið 2001. Í ár stendur starfsemin í stað. Á þessum tíma hefur eitthvað verið um það að aðgerðir og þjónusta hafi flust til sjálfstætt starfandi sérfræðinga en það er óverulegt þegar allt er skoðað. Þetta hefur til dæmis verið staðfest í skýrslum Ríkisendurskoðunar um LSH og mælingum á framleiðslu vinnuafls.“svavar@frettabladid.is Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Sjá meira
Landspítalinn hefur setið eftir í fjárveitingum borið saman við þróun heildarútgjalda til annarrar heilbrigðisþjónustu í landinu á undanförnum árum. Framlög til Landspítalans hafa dregist saman um þrjú prósent frá árinu 2001, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Á sama tíma hækkaði framlag til heilbrigðismála í heild, reiknað án Landspítalans, um tæp sextán prósent. Björn Zoëga, forstjóri LSH, segir að fjárveitingar til spítalans hafi farið stiglækkandi allt frá árinu 2003, og áberandi mest hafi sú lækkun verið á milli áranna 2007 og 2008. „Ég skil mætavel þá erfiðu fjárhagslegu stöðu sem ríkið er í og spítalinn mun leggja sitt af mörkum í sparnaði. Mér finnst þó ástæða til þess að taka tillit til þeirrar hagræðingar sem náðst hefur á undanförnum árum og því þráláta gengistapi umfram forsendur fjárlaga sem LSH hefur orðið fyrir í fyrra og í ár.“ Gengistapið sem um ræðir er um þrír milljarðar króna. Eins og áður sagði er mismunurinn á heildarfjárveitingum til heilbrigðismála annars vegar og til Landspítalans sérstaklega hins vegar um tuttugu prósent. Björn segir að rekstrarfé spítalans væri mun hærra í dag ef framlög til LSH hefðu þróast í samræmi við annað. „Tölurnar á bak við þetta tala sínu máli. Ef þróun fjárframlaga til LSH hefði verið með sama hætti og til annarra heilbrigðismála væri upphæðin sem við hefðum úr að spila í ár um 40,5 milljarðar en ekki í kringum 35 milljarðar. Þetta er varlega áætlað.“ Spurður hvort þessi mikli munur sé ekki tilkominn vegna tilfærslna innan heilbrigðiskerfisins segir Björn að það skýri ekki þennan mun. Í þessari umræðu komi tilfærsla svokallaðra s-merktra lyfja frá LSH til almannatrygginga ekki inn í myndina. Sú færsla hafi komið til á þessu ári og numið 3,2 milljörðum króna. „Benda má á að þar til á þessu ári jókst starfsemi á spítalanum öll árin frá sameiningu Landspítalans og Borgarspítalans árið 2001. Í ár stendur starfsemin í stað. Á þessum tíma hefur eitthvað verið um það að aðgerðir og þjónusta hafi flust til sjálfstætt starfandi sérfræðinga en það er óverulegt þegar allt er skoðað. Þetta hefur til dæmis verið staðfest í skýrslum Ríkisendurskoðunar um LSH og mælingum á framleiðslu vinnuafls.“svavar@frettabladid.is
Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Sjá meira