Lífið

Hitar upp fyrir soninn

Snorri Helgason og faðir hans Helgi Pétursson spila í Þjóðleikhúskjallaranum 17. desember.
Snorri Helgason og faðir hans Helgi Pétursson spila í Þjóðleikhúskjallaranum 17. desember.
Hljómsveitin Ríó tríó hitar upp fyrir Snorra Helgason á útgáfutónleikum hins síðarnefnda í Þjóðleikhúskjallaranum 17. desember. Um skemmtilegt uppátæki er að ræða því Helgi Pétursson í Ríó tríó er einmitt faðir Snorra. Bæði Snorri og Ríó tríó sendu frá sér plötur á dögunum. Plata Snorra nefnist I"m Gonna Put My Name On Your Door en Ríó tríóið gaf út jólaplötu sem nefnist Gamlir englar – Sígildir á jólum. Hljómsveitin Sigríður Thorlacius & Heiðurspiltar kemur einnig fram á tónleikunum sem hefjast klukkan 20.30. Miðaverð er 1.500 krónur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.