Innlent

Englendingar hlæja að íslenskri Brown-útstillingu

Enskar skátastúlkur gæða sér á ís og brjóstsykri meðan þær virða fyrir sér stuttermabol með tvíræðri áletrun í versluninni Dogma á Laugavegi. Mynd/Valli
Enskar skátastúlkur gæða sér á ís og brjóstsykri meðan þær virða fyrir sér stuttermabol með tvíræðri áletrun í versluninni Dogma á Laugavegi. Mynd/Valli

„Ég hef ekki orðið var við að nokkur hafi móðgast vegna þessa bols, enda grunar mig nú að Gordon Brown sé ekkert mikið vinsælli úti í heimi en hér á landi," segir Benjamin Mark Stacey, afgreiðslumaður verslunarinnar Dogma á Laugaveginum sem sérhæfir sig í stuttermabolum í öllum litum, stærðum og gerðum.

Á rölti sínu um miðbæinn mætti ljósmyndari Fréttablaðsins nokkrum skátastúlkum frá norðanverðu Englandi sem hlógu sig máttlausar að bol einum í útstillingarglugga búðarinnar. Á stuttermabolnum er mynd af Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, og áletrunin „Brown is the colour of poo".

Þegar ljósmyndari innti stúlkurnar eftir áliti sínu á Brown sögðust þær lítið sem ekkert vit hafa á pólitík. Bolurinn þætti þeim þó afar sniðugur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×