Erlent

Sleppt úr halda Al-Kaída

Werner Greiner var haldið föngnum í rúmlega hálft ár. Mynd/AP
Werner Greiner var haldið föngnum í rúmlega hálft ár. Mynd/AP
Svissenskum karlmanni hefur verið sleppt úr haldi liðsmanna Al-Kaída í Afríkuríkinu Malí. Maðurinn hefur verið haldið föngnum í rúmt hálft ár.

Werner Greiner var einn af sex Vesturlandabúum sem Al-Kaída hélt í gíslingu í Malí. Í maí var upplýst að hryðjuverkamennirnir hefðu myrt breskan gísl, en þeir kröfðust þess að róttækum klerk múslima yrði sleppt úr fangelsi í Bretlandi.

Greiner er á leið heim til sín í Sviss. Hann og eiginkona hans voru tekin í gíslingu í janúar síðastliðnum en henni var sleppt í apríl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×